Karfan er tóm.
María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður með Celtic FC í Skotlandi þegar liðið sigraði Partick Thistle í dag, 6-0.
Þetta var fimmti leikur Celtic í skosku úrvalsdeildinni, en fyrir leikinn í dag var liðið með 10 stig, eins og aðalkeppinautarnir í Glasgow City FC. Bæði lið höfðu unnið þrjá leiki, auk þess að gera 2-2 jafntefli í innbyrðis viðureigninni. Glasgow City vann einnig sinn leik í dag þannig að liðin eru með 13 stig, en Celtic er í 2. sæti sem stendur á markamun.
María hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins í deildinni, tvisvar verið í byrjunarliði og þrisvar komið inn sem varamaður. Hún kom inn sem varamaður í leiknum í dag og skorað fimmta mark liðsins á 85. mínútu.
Hér eru mörkin úr leiknum á YouTube-síðu liðsins - mark Maríu er á 4:00 - glæsilegt mark sem hún skoraði með skoti fyrir utan teig. María átti síðan fyrirgjöf sem leiddi að sjötta marki liðsins.
Upplýsingarsíða skosku úrvalsdeildarinnar.
![]() |
Mæðgurnar Anna Catharina Gros sjúkraþjálri og María Catharina Ólafsdóttir Gros í Glasgow nýlega. Myndin er fengin af Facebook-síðu foreldranna. |
|
Stoltir foreldrar með leikmanni Celtic. Ólafur Svansson, María Catharina Ólafsdóttir Gros og Anna Catharina Gros. Myndin er fengin af Facebook síðu foreldranna. |