08.12.2022
Nú fer að líða að því að stelpurnar okkar komi sér aftur í keppnisgírinn. Kjarnafæðismótið er á næstu grösum – eða gervigrösum, öllu heldur.
07.12.2022
Vissir þú að með því að styrkja Þór/KA getur þú fengið skattaafslátt? Skoðaðu dæmið. Lágmarksupphæð styrks til að fá lækkun á tekjuskattsstofni er 10.000 krónur, en hámark 350.000 krónur - eða 700.000 krónur hjá hjónum.
07.12.2022
U19 landsliðið fer til Danmerkur í apríl, U17 til Albaníu í mars.
05.12.2022
Dagurinn í dag, 5. desember, er helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Af því tilefni hefur átakinu Alveg sjálfsagt verið hrint af stað.
01.12.2022
Í dag fór fram í Menningarhúsinu Hofi úthlutun styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þór/KA var á meðal þeirra félaga sem hlutu styrki.
29.11.2022
Harpa Jóhannsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við Þór/KA.
28.11.2022
Stjórn Þórs/KA hefur lokið við að mynda öflugt þjálfarateymi í kringum starfsemi félagsins, en Þór/KA rekur meistaraflokk, 2. flokk og 3. flokk undir sínum merkjum. Ráðning þjálfara og samsetning teymisins gengur meðal annars út á aukið samstarf og tengsl milli meistaraflokks og yngri flokkanna.
22.11.2022
Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir reimuðu á sig markaskóna fyrir sunnan.
18.11.2022
Tekið er við tilnefningum um íþróttaeldhuga ársins fram til 5. desember. Veist þú um einstakling eða einstaklinga sem eiga skilið þessa viðurkenningu?
14.11.2022
Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir hafa verið valdar í æfingahóp U16 landsliðsins sem kemur saman í lok nóvember.