Þór/KA fær styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Í dag fór fram í Menningarhúsinu Hofi úthlutun styrkja úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þór/KA var á meðal þeirra félaga sem hlutu styrki. 

Fram kemur í frétt á vef KEA að þetta hafi verið í 89. skipti sem úthlutað er úr þessum sjóði. Að þessu sinni var úthlutunin upp á 20,3 milljónir sem skiptast á milli 50 styrkþega. Úthlutað er til þriggja flokka í samræmi við reglugerð um sjóðinn, þ.e. menningar- og samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungra afreksmanna.

Stjórn Þórs/KA færir KEA og stjórn sjóðsins bestu þakkir fyrir framlagið til félagsins.