Það er nóg að gera hjá yngra liðinu okkar þessa dagana. Eftir að hafa mætt hinu Þór/KA-liðinu á föstudagskvöld er nú komið að öðrum leik helgarinnar hjá Þór/KA2 gegn Austfirðingum í FHL. Leikurinn verður í Boganum og hefst kl. 13.
Í dag verður tilkynnt hvaða íþróttafólk hlýtur sæmdarheitin íþróttakona og -karl Akureyrar árið 2024. Sandra María Jessen er á meðal tíu efstu í kjörinu, en hún var kjörin íþróttakona Akureyrar fyrir árið 2023.
FRESTAÐ - Nú er loksins komið að öðrum leik hjá Þór/KA (liði 1) í Kjarnafæðimótinu, en nú er rúmur mánuður frá fyrsta leiknum. Þór/KA og FHL mætast í Boganum í dag kl. 13.