Karfan er tóm.
Stjórn Þórs/KA hefur undirritað nýjan samning við Kristu Dís Kristinsdóttur.
Krista Dís Kristinsdóttir (2006) er sóknarmaður/kantmaður og á að baki 32 leiki í meistaraflokki í mótum á vegum KSÍ, þar af níu í Bestu deildinni. Nýi samningurinn er í framhaldi af fyrri samningi sem rann út í fyrrahaust. Krista Dís hefur því miður ekkert komið við sögu í leikjum liðsins síðan í janúar, en þá varð hún fyrir slæmum meiðslum og verður frá keppni í nokkurn tíma. Við eigum að sjálfsögðu von á henni sterkari til baka í upphafi næsta árs.
Krista Dís og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA, handsala samninginn.
Krista Dís kemur eins og margar aðrar efnilegar knattspyrnukonur innan okkar raða úr yngriflokkastarfinu á Akureyri. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA/Völsungi í 2. flokki 2023 þar sem hún spilaði 11 leiki og skoraði tíu mörk. Áður hafði hún einnig unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með 3. flokki 2022.
Þór/KA fagnar því að Krista Dís hefur endurnýjað samning sinn og við hlökkum til að fá hana aftur út á knattspyrnuvellina þegar hún hefur lokið endurhæfingu og klár í slaginn.