Karfan er tóm.
Þór/KA teflir fram tveimur liðum í Íslandsmótinu í 2. flokki U20, nú í samvinnu við nokkur félög á Norðurlandi. Liðin okka keppa undir heitinu Þór/KA/Völsungur/THK, en THK stendur fyrir Tindastól, Hvöt og Kormák. Fyrsti leikurinn í titilvörn liðsins í A-deild var sannkölluð markaveisla. Stutt í fyrsta leik hjá liði 2 í B-deild.
2. fl. U20, A-deild: Þór/KA/Völsungur/THK - Breiðablik/Augnablik/Smári 6-5 (4-1)
B-deildinni er skipt í tvo riðla. Þór/KA/Völsungur/THK er í riðli 2 ásamt Þrótti, FHL, Fylki/Aftureldingu, Stjörnunni/Álftanesi og Haukum. Þar er spiluð tvöföld umferð og leikirnir eru því tíu, en síðan tekur við úrslitakeppni þar sem tvö efstu lið úr hvorum riðli mætast í undanúrslitum. Fyrsti leikur okkar liðs er á dagskrá föstudaginn 10. maí, en þá mætir liðið FHL í Fjarðabyggðarhöllinni.