Karfan er tóm.
Þór/KA á tvo fulltrúa í landsliðshópi U19 sem mætir Skotum í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.
Amalía Árnadóttir og Bríet Jóhannsdóttir hafa verið valdar í hóp U19 landsliðsins sem kemur saman til æfinga síðar í mánuðinum og heldur svo utan til Skotlands og mætir U19 landsliði Skotlands í tveimur æfingaleikjum 20. og 23. febrúar. Þjálfari U19 landsliðs Íslands er Þórður Þórðarson
Leikir Íslands og Skotlands fara fram á Broadwood-vellinum í Cumbernauld í Skotlandi.
Hópurinn (ksi.is).