U17: Sigur gegn Slóvakíu

Liðsskipan í leiknum gegn Slóvakíu. Iðunn Rán og Kimberley Dóra komu ekki við sögu í leiknum.
Liðsskipan í leiknum gegn Slóvakíu. Iðunn Rán og Kimberley Dóra komu ekki við sögu í leiknum.

 

Lokaleikur í milliriðli á þriðjudag. Markamunur gæti ráðið því hvort Ísland kemst á lokamótið.

Ísland vann Slóvakíu, 1-0, í öðrum leik U17 landsliðsins í milliriðli fyrir EM. Okkar stelpur, Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, komu ekki við sögu í leiknum. Áður hafði Ísland gert 1-1 jafntefli við Finnland þar sem þær spiluðu allan leikinn.

Spennandi lokaumferð á þriðjudag

Að loknum tveimur leikjum eru Ísland og Finnland á toppi riðilsins með fjögur stig og sama markamun. Finnland er með markatölun 3-2 og Ísland 2-1. Lokaumferð milliriðilsins verður á þriðjudag, en þá leikur Ísland gegn Írlandi og Finnland gegn Slóvakíu. Leikirnir hefjast kl. 11.

Það gæti því komið til þess að markamunur ráði um það hvort Ísland eða Finnland fer áfram í lokakeppni EM sem fram fer í Bosníu og Herzegovínu dagana 3.-15. maí.

Leikurinn var í beinni útsendingu á YouTube-rás KSí - hægt að horfa á upptöku hér.

Fylgjast má með fréttum, úrslitum og stöðu á vef UEFA hér.


Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir í leik gegn Þrótti í Lengjubikarnum. Myndir: Egill Bjarni Friðjónsson.


Iðunn Rán Gunnarsdóttir í leik gegn Keflavík haustið 2021.