Karfan er tóm.
Lokaleikurinn hjá U17 landsliðinu varð að markaveislu þar sem íslenska liðið komst í 3-1, en lokatölur urðu 4-6 tap.
U17 landsliðið lék lokaleik sinn í undankeppni EM gegn Frökkum í gær og varð úr mikil markaveisla. Frakkar komust yfir snemma leiks, en þá komu þrjú mörk frá íslenska liðinu í síðari hluta fyrri hálfleiks og staðan 3-1 í leikhléi. Frakkar skoruðu næstu fimm mörk, staðan orðin 6-3, en síðan kom eitt íslenskt mark í lokin og úrslitin 4-6 tap.
Íslenska liðið gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur leikjum og endar í neðsta sæti riðilsins, jafnt Ítalíu að stigum en með lakari markamun. Liðið hefur því lokið þátttöku sinni í undankeppni EM 2023.
Angela Mary Helgadóttir spilaði tvo af þessum þremur leikjum og var í byrjunarliðinu í þeim báðum. Krista Dís Kristinsdóttir kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Sviss. Hvorug þeirra kom við sögu í leiknum gegn Frökkum.
Angela Mary og Krista Dís eru báðar fæddar 2006. Angela hefur nú þegar spilað tíu landsleiki með U17 og U16 og Krista níu og skorað eitt mark.
Hér má smá upplýsingar um mótið og leiki Íslands á vef KSÍ:
Riðill Íslands
Leikskýrsla: Ísland - Ítalía
Leikskýrsla: Ísland - Sviss
Leikskýrsla: Ísland - Frakkland