Karfan er tóm.
Þór/KA2 vann ÍBV örugglega í gærkvöld, 6-0, í lokaleik sínum í C-riðli 3. flokks, lotu 1, vann riðilinn og spilar því í B-riðli í næstu lotu.
Arney Elva Valgeirsdóttir og Sóley Eva Guðjónsdóttir skoruðu báðar tvennu í leiknum í gær. Sóley Eva er næstmarkahæst í riðlinum með níu mörk, en keppni í riðlilnum er þó ekki lokið þó svo nú þegar sé ljóst að okkar stelpur vinna riðilinn og Haukar/KÁ enda í 2. sæti. Þessi tvö lið færast því upp í B-riðil í lotu 2. Keppni í lotu 2 stendur frá 14. maí til 10. júlí.
Þór/KA vann sex af sjö leikjum sínum í riðlinum, með markatöluna 36-11. Eini tapleikurinn var gegn Völsungi á Húsavík í fyrsta leik tímabilsins 4. mars. Alls komu 22 stúlkur við sögu í leikjum liðsins í riðlinum (sjá hér), en myndin sem fylgir fréttinni er af hópnum eins og hann var skipaður í gær.
Þór/KA2 - ÍBV 6-0 (2-0)
Hér má sjá stöðuna í mótinu eins og hún er núna, en nokkur lið eiga eftir að klára sína leiki. Ekkert þeirra getur þó náð Þór/KA á toppi riðilsins.