U16: Sigur hjá B, jafntefli 2. sætið í lotu 1 í A-riðli

Tvö af liðunum okkar í 3. flokki mættu liðum frá Þrótti miðvikudaginn 1. maí. Fyrstu lotu í A-riðli er lokið, en þriðja liðið frá Þór/KA, sem tekur þátt í keppni B-liða, var að hefja keppni á Íslandsmótinu. 

Þór/KA1 lauk keppni í 1. lotu A-riðils í 2. sæti riðilsns með því að gera 2-2 jafntefli við Þrótt. Liðin enda jöfn að stigum, bæði með 13 stig, unnu fjóra leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu einum leik. FH/ÍH náði í 16 stig og vann riðilinn. Leik Þórs/KA og Þróttar lauk á dramatísku nótunum. Þróttur tók forystuna í fyrri hálfleik, en Þór/KA jafnaði snemma í þeim seinni. Aftur komust gestirnir yfir og útlit fyrir að þær færu með sigur af hólmi, en víti í uppbótartíma gaf Þór/KA færi á að jafna og það gekk eftir. 

U16, A-riðill, lota 1: Þór/KA - Þróttur 2-2 (0-1)

Hópurinn í lokaleik riðilsins. Aftari röð frá vinstri: Hafdís Nína Elmarsdóttir, Ellý Sveinbjörg Elvarsdóttir, Kristín Emma Hlynsdóttir, Ísey Ragnarsdóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Tinna Dís Hafdal Axelsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Stefani Gusic, Móeiður Alma Gísladóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir. Fremri röð frá vinstri: X, Sóley Eva Guðjónsdóttir, Aníta Ingvarsdóttir, Júlía Karen Magnúsdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Sólrún Assa Arnardóttir.

Breiðablik/Augnablik/Smári og Grótta/KR færast niður í B-riðil, en í stað þeirra koma Fylkir og RKVN upp úr B-riðlinum. Keppni í lotu 2 hefst um eða upp úr miðjum maí. Eva S. Dolina-Sokolowska skoraði flest mörk Þórs/KA í fyrstu lotunni, sjö, og er þriðja markahæst í A-riðli í lotu 1. Þór/KA skoraði 22 mörk og fékk á sig níu, í sex leikjum, fæst mörk allra liða í riðlinum. 

Titilvörnin hófst með sigri

Þór/KA vann Íslandsmeistaratitil B-liða í fyrrahaust þegar tvö lið félagsins mættust í úrslitaleik mótsins og á því titil að verja í þeirri keppni. Titilvörnin hófst með ágætum þegar stelpurnar mættu liði Þróttar í Boganum miðvikudaginn 1. maí. Öruggur sigur eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik þar sem gestirnir komust yfir á upphafsmínútunum.

U16, B-lið, A-deild: Þór/KA - Þróttur 6-1 (2-1)

Aðeins sex lið eru í A-riðli B-liða keppninnar. Keppinautar Þórs/KA þar eru Breiðablik/Augnablik, FH/ÍH, ÍA/Skallagrímur/VíkingurÓ, Stjarnan/Álftanes og Þróttur. 


Hópurinn í fyrsta leik liðsins í keppni B-liða. Aftari röð frá vinstri: Ingibjörg Ósk Traustadóttir, Lilja Maren Jónsdóttir, Heiðbjört Kristín Ómarsdóttir, Anna Lovísa Arnarsdóttir, Linda Rós Jónsdóttir, Birta Dögg Smáradóttir, Ásdís Fríður Gautadóttir, Diljá Blöndal Sigurðardóttir. Fremri röð frá vinstri: Katla Hjaltey Finnbogadóttir, Guðrún Lára Atladóttir, Birta Rán Viðarsdóttir, Paolianny Mairym Aponte, Dagmar Eva Þorbjörnsdóttir, Rakel Eva Guðjónsdóttir, Þóra Margrét Guðmundsdóttir, Manda María Jóhannsdóttir. Fremst: Selma Lárey Hermannsdóttir.