Karfan er tóm.
Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir eru í lokahópi U17 landsliðsins fyrir milliriðil EM.
Eins og áður hefur komið fram hér í fréttum er U17 landsliðið á leið til Írlands í næstu viku þar sem liðið tekur þátt í milliriðli EM og mætir þar Finnum, Írum og Slóvökum.
Magnús Örn Helgason er þjálfari U17 landsliðs kvenna og hefur hann nú tilkynnt hópinn sem fer til Írlands. Þar eigum við okkar tvo fulltrúa, Iðunni Rán og Kimberley Dóru, eins og búast mátti við því þær hafa átt nokkurn veginn fast sæti í æfingahópi liðsins að undanförnu.
Keppnin í milliriðlinum fer fram dagana 23.-29. mars.
Sigurlið riðilsins fer beint áfram í lokakeppni EM 2022.
Hópurinn á vef KSÍ.
Iðunn Rán í leik gegn Þrótti í Boganum nýlega. Myndir: Egill Bjarni Friðjónsson.
Kimberley Dóra í leiknum gegn Þrótti.