Karfan er tóm.
U16 landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í byrjun júlí. Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir hafa verið valdar í landsliðshópinn.
Magnús Örn Helgason er þjálfari U16 landsliðsins og hefur valið 20 leikmenn til þátttöku í verkefninu. Þeirra á meðal eru tvær frá Þór/KA, Angela Mary Helgadóttir og Krista Dís Kristinsdóttir.
Liðið kemur saman á æfingu að morgni 30. júní og heldur síðan utan, en mótið fer fram í Noregi. Stelpurnar mæta liði Noregs föstudaginn 1. júlí, síðan eru undanúrslit laugardaginn 4. júlí og lokaleikir um sæti þriðjudaginn 7. júlí.
Nánari upplýsingar eru í frétt á vef KSÍ.
Krista Dís Kristinsdóttir í leik með Þór/KA gegn Haukum í bikarkeppninni. Mynd: Þórir Tryggva.
Angela Mary Helgadóttir í leik með Þór/KA gegn Haukum í bikarkeppninni. Mynd: Þórir Tryggva