Karfan er tóm.
U18 landslið Íslands leikur tvo æfingaleiki við Finna í upphafi EM hlésins sem gert verður á keppni í Bestu deildinni.
Þrjár úr Þór/KA hafa verið valdar í U18 leikmannahóp Íslands fyrir tvo vináttuleiki við Finna í Finnlandi 22. og 24. júní, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir.
Auk þeirra hefur Margrét Magnúsdóttir þjálfari U18 landsliðsins fengið annan af þjálfurum Þórs/KA, Jón Stefán Jónsson, til liðs við sig sem aðstoðarþjálfara fyrir þetta verkefni.
Til hamingju, öll!
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir í leik gegn Haukum í bikarkeppninni. Mynd: Þórir Tryggva
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í leik gegn Haukum. Mynd: Þórir Tryggva.
Unnur Stefánsdóttir í leik gegn Haukum. Mynd: Þórir Tryggva
Jón Stefán Jónsson og Perry Mclachlan, þjálfarar Þórs/KA, ráða ráðum sínum. Jón Stefán fer með U18 landsliðinu til Finnlands í tvo vináttuleiki síðar í mánuðinum.