Þrjár frá Þór/KA í landsliðsverkefnum

Þrjár frá Þór/KA eru þessa dagana að heiman í verkefnum með landsliðum, ein með A-landsliðinu og tvær með U19. A-landsliðið getur tryggt sér sæti á lokamóti EM 2025, en U19 landsliðið leikur tvo æfingaleiki á næstu dögum.

Sandra María Jessen er sem fyrr í landsliðshópnum, en fram undan eru tveir gríðarlega mikilvægir leikir í undankeppni EM 2025. Með hagstæðum úrslitum í öðrum eða báðum leikjunum getur Ísland tryggt sér sæti í lokamótinu, en er einnig í þeirri stöðu að geta komist í umspil um laus sæti á lokamótinu ef það gengur ekki upp að fá sætið beint.

Ísland mætir Þýskalandi heima og Póllandi úti. Hér að neðan má sjá stöðuna í riðlinum og leikina sem eftir eru. Íslenska landsliðið er í góðri stöðu með sjö stig í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á undan Austurríki. Bæði liðin eiga eftir að mæta Póllandi og Þýskalandi. 

Leikir Íslands verða báðir í beinni útsendingu, ásamt upphitun í stofunni, á Rúv.

Hér má sjá leikina sem eftir eru í riðlinum:

Æfingaleikir U19 landsliðsins

Þær Bríet Jóhannsdóttir og Hildur Anna Birgisdóttir munu að líkindum taka þátt í sínum fyrstu landsleikjum á næstu dögum því þær voru báðar valdar í U19 landsliðshópinn sem mætir Noregi og Svíþjóð í æfingaleikjum á laugardag og mánudag.

  • Laugardagur 13. júlí: Noregur - Ísland
  • Mánudagur 15. júlí: Svíþjóð - Ísland

Leikirnir eru báðir spilaðir í Svíþjóð og verða í beinni útsendingu á síðu KSÍ hjá Sjónvarpi Símans.