Karfan er tóm.
Þrjár Þór/KA-stelpur nældu sér í einstaklingsverðlaun á Barcelona Girls Cup um helgina.
Ofan á frábæran árangur, meistaratitla hjá A-liðum bæði í 2006 og 2007 árgöngunum og sigur í neðri hluta 2006 árgangsins, fengu þrjár Þór/KA-stelpur einstaklingsverðlaun á mótinu.
Emelía Ósk Kruger var valin besti leikmaður mótsins í árgangi 2006.
Ísabella Júlía Óskarsdóttir var valin besti markvörðurinn í árgangi 2006, en hún og liðið hennar fóru í gegnum mótið án þess að fá á sig mark.
Karlotta Björk Andradóttir varð markahæst allra leikmanna í 2007 árgangnum.
Sannarlega frábær árangur hjá okkar stelpum í hitanum á Spáni, en þær héldu heim á leið í gær, lentu í gærkvöld og svo tók auðvitað við rútuferð til Akureyrar í nótt.
Stelpurnar sem tóku þátt í Barcelona Girls Cup munu mæta á leik Þórs/KA og KR í Bestu deildinni sem fram fer kl. 18 í dag. Það er því tvöföld ástæða fyrir okkar fólk að mæta á völlinn - mikilvægur leikur og þrjú stig í boði sem við getum hjálpað stelpunum að tryggja sér með því að hvetja þær og styðja - og að mæta og heiðra stelpurnar sem komu bikaróðar heim frá Barcelona í nótt.
Nokkrar af myndunum hér að neðan eru fengnar af Facebook-síðu Barcelona Girls Cup, en aðrar fengum við hjá Elmu Eysteinsdóttur, einum af fararstjórunum í ferðinni.
Mynd: Facebook-síða Barcelona Girls Cup
Mynd: Facebook-síða Barcelona Girls Cup.
Mynd: Facebook-síða Barcelona Girls Cup.