Þór/KA/Völsungur - fróðleikur og tölfræði 2. flokks

Mynd tekin af leikmannahópi að loknum stórsigri gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. Þessi sami hóopur…
Mynd tekin af leikmannahópi að loknum stórsigri gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. Þessi sami hóopur vann síðan lið Fjölnis daginn eftir, en það var eini leikurinn sem Fjölnir vann ekki í deildinni í sumar.

Alls komu 48 leikmenn við sögu í leikjum með 2. flokki í sumar, þar af 16 úr 3. og 4. flokki, 18 markaskorarar, eina liðið sem vann Fjölni í sumar.

Fyrir nokkru fórum við yfir alls kyns tölfræði hjá meistaraflokksliði Þórs/KA á árinu og lofuðum þá að fljótlega kæmu svipaðar fréttir um yngri flokkana. Það hefur dregist af ýmsum ástæðum, en hér eru nokkrir fróðleiksmolar og tölur frá sumrinu.

  • Eftir að félagið dró lið 2. flokks úr keppni vorið 2021 missti liðið sæti sitt í A-deild og spilaði í B-deild í sumar.
  • Fjölnir vann B-deildina með yfirburðum, en eina liðið sem sigraði Fjölni í sumar var Þór/KA/Völsungur, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Liðin mættust tvisvar í B-deildinni U20 og einu sinni í bikarkeppninni. Okkar stelpur höfðu betur í bikarkeppninni, 3-1. En liðin unnu hvort sinn leik í deildinni. Allar viðureignir liðanna í sumar unnust á útivelli. Sigurleikur okkar í deildinni var eini leikurinn í deildinni sem Fjölnir vann ekki.
  • Það er reyndar áhugavert að líta á stöðutöfluna í B-deildinni U20, en keppni þar virðist ekki vera lokið. Samkvæmt vef KSÍ hefur leikur ÍBV og Stjörnunnar/Álftaness ekki farið fram – eða þá að úrslit hafa ekki verið skráð því leiknum hafði verið frestað og var síðast á dagskrá sunnudaginn 16. október í Vestmannaeyjum. Úrslit þessa leiks ráða því reyndar hvort Þór/KA/Völsungur endar í 3. eða 4. sæti B-deildarinnar. Ef ÍBV vinnur (eða vann) þennan leik enda okkar stelpur í 3. sæti. Ef Stjarnan/Álftanes nær (eða náði) í stig í leiknum fara þær upp fyrir okkur.
  • Liðið lék 14 leiki í Íslandsmótinu og þrjá í bikarkeppninni, í deildinni vann liðið átta leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði fimm, en í bikarnum komu tveir sigrar og eitt tap.
  • Enginn leikmaður náði að spila alla þessa 17 leiki, en fjórar spiluðu 13 af 14 leikjum í deildinni, þær Hanna Klara Birgisdóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen og Sigrún Rósa Víðisdóttir.
  • Alls skoruðu 18 leikmenn mark eða mörk fyrir liðið í deildinni, þar af sex leikmenn sem skoruðu einnig mörk í bikarkeppninni, en samtals skoraði liðið 54 mörk í sumar, 44 í deild og 10 í bikar.
  • Hafrún Mist Guðmundsdóttir og Tanía Sól Hjartardóttir skoruðu flest mörk fyrir liðið í deildinni, sex mörk hvor, Hildur Jana Hilmarsdóttir skoraði fimm.
  • Sjö leikmenn spiluðu alla þrjá leikina í bikarkeppninni, þær Hafrún Mist Guðmundsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Ísabella Júlía Óskarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Marey Dóróthea Maronsdóttir Olsen, Steingerður Snorradóttir og Tanía Sól Hjartardóttir.
  • Steingerður Snorradóttir og Tanja Sól Hjartardóttir skoruðu tvö mörk í bikarkeppninni og þær Elsa Dögg Jakobsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir eitt hver.
  • Markaskorarar sumarsins, samanlagt í deild og bikar, þar sem seinni talan hjá nokkrum eru mörk í bikarkeppninni: Tanía Sól Hjartardóttir (6+2), Hafrún Mist Guðmundsdóttir (6), Steingerður Snorradóttir (4+2), Hildur Jana Hilmarsdóttir (5) og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (4+1) Iðunn Rán Gunnarsdóttir (3+1), Una Móeiður Hlynsdóttir (3), Emelía Ósk Kruger (2), Lilja Björg Geirsdóttir (2), Elsa Dögg Jakobsdóttir (1+1), Sonja Björg Sigurðardóttir (1+1) og þær Amalía Árnadóttir, Bríet Jóhannsdóttir, Emilía Björk Óladóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir, Krista Dís Kristinsdóttir og Tiffany McCarty eitt mark hver.
  • Alls komu 44 leikmenn við sögu í leikjum liðsins í deildinni og 21 í bikarnum, að mestu sömu leikmenn, en samtals 46 sem tóku þátt í leikjum liðsins í deild og bikar í sumar.
  • Af þessum 46 leikmönnum voru 14 enn gjaldgengar í 3. flokki (2006-2007) og tvær í 4. flokki (2008-2009). Tólf eru fæddar 2006, tvær 2007, ein 2008 og ein 2009.
  • Liðið fór í undanúrslit í bikarkeppninni, en eftir 3-1 sigur á Fjölni kom 4-2 sigur gegn Tindastóli, en síðan 4-3 tap gegn liði Breiðabliks/Augnabliks, sem meðal annars skartaði öflugum eldri meistaraflokksleikmönnum, þar á meðal einni erlendri.
  • Í 2. flokki eru sérreglur um notkun eldri leikmanna, en í stuttu máli má nota þrjá eldri leikmenn sem ekki voru í byrjunarliði meistaraflokks í næsta leik á undan. Undanfarin ár var miðað við þrjá árganga eftir að leikmenn fara upp úr 2. flokki, en fyrir þetta tímabil var reglunni breytt og má nú nota þrjá leikmenn án hærri aldursmarka. Alls komu sjö leikmenn við sögu í leikjum liðsins í sumar samkvæmt þessari reglu, þær Agnes Birta Stefánsdóttir, Anna Mary Jónsdóttir, Hafrún Mist Guðmundsdóttir, Helga María Viðarsdóttir, Lilja Björg Geirsdóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir og Tiffany McCarty.
  • Þó hér að ofan hafi verið taldir upp markaskorarar þýðir það ekki að mikilvægi annarra leikmanna, þeirra sem skora ekki mörk, sé minna, en við erum einfaldlega ekki með tölfræði yfir tæklingar, skallaeinvígi, sendingar, sköpuð færi, stoðsendingar, hlaupavegalengdir, stoppaðar sóknir, varin skot og allt það sem skiptir máli auk þess að skora mörk.

Íslandsmótið - staða og úrslit leikja - á vef KSÍ.
Leikmenn og starfsfólk, leikir, mörk, spjöld í leikjum í Íslandsmótinu - á vef KSÍ.

Bikarkeppnin - úrslit leikja á vef KSÍ.
Leikmenn og starfsfólk, leikir, mörk, spjöld í leikjum í bikarkeppninni - á vef KSÍ.