Karfan er tóm.
Þór/KA2 sigraði Grindavík í dag, 2-1, í lokaleik sínum 1. lotu í C-riðli Íslandsmótsins, vann riðilinn og fer upp í B-riðil í lotu 2.
Fyrir leikinn var reyndar ljóst að liðið myndi færast upp um riðil því tvö efstu liðin færast upp og Þór/KA2 öruggt með annað efstu sætanna fyrir leikinn í dag. Með sigrinum tryggði liðið sér efsta sæti í riðlinum, vann fimm leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði engum leik. Niðurstaðan því 16 stig og efsta sætið.
Það voru þær Emilía Björk Óladóttir og Rut Marín Róbertsdóttir sem skoruðu mörkin fyrir Þór/KA. Mark Grindavíkur skoraði Ragnheiður Tinna Hjaltalín.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Staðan og úrslit leikja á vef KSÍ.
Hitt A-liðið sem Þór/KA sendir til keppni á Íslandsmótinu hafði áður tryggt sér efsta sætið í A-riðli. Sannarlega góð byrjun hjá okkar stelpum á Íslandsmótinu með nýju fyrirkomulagi.
Samkvæmt áætlaðri leikjadagskrá mun keppni í B-riðli fara fram á tímabilinu 23. maí til 11. júlí. Ekki er alveg útkljáð hvaða liðum okkar stelpur munu mæta í B-riðlinum, en þó klárt að þar verða meðal annarra Tindastóll/Hvöt/Kormákur og Austurland.
Þjálfarar 3. flokks eru Birkir Hermann Björgvinsson, Pétur Heiðar Kristjánsson og Ágústa Kristinsdóttir.