Karfan er tóm.
Stelpurnar í 3. flokki unnu Þrótt og gerðu jafntefli við Breiðablik/Augnablik/Smára um helgina og unnu 1. lotu Íslandsmótsins í A-riðli.
Þór/KA vann sex leiki, gerði eitt jafntefli en tapaði engum leik í A-riðli, lotu 1. Stelpurnar sóttu Þrótt heim á laugardag og unnu 4-2, en gerðu svo jafntefli við Breiðablik/Augnablik/Smára í Kópavoginum í gær, 2-2.
Þróttur - Þór/KA 2-4 (1-2)
1-0 - Sóldís Erla Hjartardóttir (29)
1-1 - Rebekka Sunna Brynjarsdóttir (32)
1-2 - Ísey Ragnarsdóttir (35)
2-2 - Þórdís Nanna Ágústsdóttir (56)
2-3 - Ásdís Hannesdóttir (63)
2-4 - Hildur Anna Birgisdóttir (77)
Breiðablik/Augnablik/Smári - Þór/KA 2-2 (0-0)
0-1 - Bríet Fjóla Bjarnadóttir (42)
0-2 - Ísey Ragnarsdóttir (53)
1-2 - Líf Jostsdóttir van Bemmel (62)
2-2 - Anna Sigríður Kristófersdóttir (68)
Þetta voru lokaleikir liðsins í lotu 1 í A-riðli, en Íslandsmótið skiptist í þrjár lotur. Það eina sem sigur í fyrstu lotunni gefur er reyndar bara fleiri heimaleikir en útileikir í lotu 2. Þór/KA endar lotuna með 19 stig, vann sex leiki og gerði eitt jafnteli. FH/ÍH var fjórum stigum á eftir í 2. sætinu og Breiðablik/Augnablik/Smári enduðu með 13 stig í 3. sætinu. Lota 2 hefst 16. maí, en þegar þetta er ritað er leikjaniðurröðun ekki komin inn.
Þór/KA á tvær markahæstu í fyrstu lotunni, en þær Rebekka Sunna Brynjarsdóttir og Ísey Ragnarsdóttir skoruðu átta mörk hvor í sjö leikjum.