Karfan er tóm.
Uppfært á laugardagskvöldi: Leiknum hefur verið frestað, nýr leikdagur tilkynntur síðar.
Vegna veðurútlits og vafa um flug í fyrramálið (sunnudag) hefur leik okkar gegn Stjörnunni verið frestað til kl. 16.
Eins og fólk hefur væntanlega séð í fréttum og veðurspám er von á norðanskoti á morgun, óvíst þó nákvæmlega hve mikið það kemur við Akureyringa. Leikurinn mun fara fram að því gegnu að gestirnir komist norður.
Eins og staðan er núna hefur ekki verið tekin ákvörðun um breytingu á leikvelli, en væntanlega verður staðan metin þegar dregur að leik, en sá möguleiki er fyrir hendi að flytja leikinn inn í Bogann ef nauðsyn krefur.
Ef leikfært verður vegna veðurs má hins vegar gera ráð fyrir að leikurinn fari fram úti, á aðalvellinum.
Hvort sem leikurinn verður úti eða inni minnum við enn og aftur á að frítt verður á leikinn - bara spurning um hve mikil klædd við þurfum að mæta í stúkuna. Það skiptir miklu máli að mæta og styðja stelpurnar.