Þór/KA mætir Stjörnunni

Heiða Ragney Viðarsdóttir og Sandra María Jessen, fyrrum samherjar hjá Þór/KA, mætast í Garðabænum á…
Heiða Ragney Viðarsdóttir og Sandra María Jessen, fyrrum samherjar hjá Þór/KA, mætast í Garðabænum á morgun kl. 14.

 

Áttunda umferð Bestu deildarinnar hefst á morgun kl. 14 þegar stelpurnar okkar mæta liði Stjörnunnar í Garðabænum.

Þór/KA og Stjarnan hafa mæst 59 sinnum ef taldir eru leikir í öllum mótum. Stjarnan hefur þar yfirhöndina, með 32 sigra, Þór/KA hefur unnið 14 sinnum og 13 sinnum hefur orðið jafntefli.

Af þessum 59 viðureignum eru 34 í efstu deild, en þar hefur Stjarnan sigrað 19 sinnum, Þór KA níu sinnum og sex sinnum hefur orðið jafntefli.

Tveir leikmenn Stjörnunnar hafa komið við sögu hjá Þór/KA, Heiða Ragney Viðarsdóttir, sem hafði verið nær óslitið með meistaraflokki Þórs/KA frá 2011 þar til hún skipti í Stjörnuna fyrir tímabilið 2021, og Katrín Ásbjörnsdóttir sem var hjá Þór/KA 2012-2014.

Mætum á völlinn

Leikur liðanna fer fram í Garðabænum og hefst kl. 14. Við viljum hvetja okkar fólk á suðvesturhorninu til að skella sér á völlinn og láta heyra í sér í stúkunni og styðja stelpurnar til góðra verka.

Fyrir þau sem ekki komast á völlinn er svo auðvitað hægt að horfa á leikinn á Stöð 2 sport, en útsendingin hefst kl.13:50.