Karfan er tóm.
Nú er loksins komið að því, keppni í Bestu deildinni hófst í gær og við hefjum leik í kvöld - mætum Breiðabliki á Kópavogsvelli.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Liðin mættust á Kópavogsvelli 15. maí í fyrra. Blikar höfðu þar 3-1 sigur. Sandra Nabweteme skoraði markið fyrir Þór/KA.
Seinni leikurinn endaði með jafntefli, 2-2. Colleen Kennedy skoraði fyrra mark Þórs/KA og Arna Sif Ásgrímsdóttir það seinna, jafnaði leikinn í uppbótartíma.
Breytingar hafa orðið hjá báðum liðum, eins og gengur í boltanum. Leikmannahópinn og breytingar má sjá í frétt hér á vefnum frá því í gær.
Á skjámyndinni hér að neðan, sem er af mbl má sjá hverjar eru komnar og farnar hjá Blikum. Rétt er þó að taka fram að Blikar fengu Karen Maríu ekki frá handboltaliði KA/Þórs, heldur frá knattspyrnuliði Þórs/KA.
Ef smellt er á skjámyndina opnast fréttin á mbl.is þar sem sjá má öll félagaskipti kvenna.
Leikurinn hefst kl. 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.