Karfan er tóm.
Þriðji leikur okkar í Lengjubikar fer fram laugardaginn 5. mars og hefst kl. 17. Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Þróttar koma í heimsókn í Bogann. Ágóði af leiknum rennur í ferðasjóð leikmanna.
Leikurinn er þriðji leikur liðsins í Lengjubikarnum, en liðið sigraði Keflavík í fyrstu umferðinni og tapaði gegn Aftureldingu í annarri umferð.
Þróttarar hafa spilað tvo leiki í Lengjubikarnum og tapað báðum, gegn Fylki og Val.
Valur situr í toppsæti riðilsins með tvo sigra, en liðið hefur unnið báða leiki sína hingað til 6-0. Keppnin um sæti í undanúrslitum gæti orðið jöfn og spennandi, en sem stendur eru Afturelding og Keflavík með fjögur stig, Fylkir og Þór/KA þrjú og Þróttur á botninum án stiga.
Ástæða er til að hvetja stuðningsfólk til að fjölmenna í Bogann og hvetja stelpurnar til sigurs.
Aðgangur kostar 1.000 fyrir fullorðna. Leiknum verður streymt á Þór TV - thorsport.is/tv - og kostar 1.000 krónur að horfa. Ágóði af leiknum rennur í ferðasjóð leikmanna, en á dagskrá er að fara í æfingaferð í EM hléinu sem gert verður á Íslandsmótinu í sumar.
Staðan í okkar riðli, úrslit leikja og leikjadagsrká - á vef KSÍ
.