Tap þrátt fyrir kröftuga byrjun

Þór/KA náði ekki að fylgja eftir kröftugri byrjun í leik sínum gegn FH á Þórsvellinum í gær, mörkin létu standa á sér og gestirnir gengu á lagið.

Þór/KA hóf leikinn af mun meiri krafti en gestirnir, en eftir fyrstu 15-20 mínúturnar þar sem liðið sótti stíft, en náði ekki að skora, náðu gestirnir að komast betur inn í leikinn.

Á 31. mínútu skoraði Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir eftir að skot frá McKenzie George hafði farið í stöngina og þaðan til Hildigunanr. Markið var nokkuð gegn gangi leiksins, en það breytir engu um markið sjálft.

Sara Montoro tryggði síðan sigur gestanna með marki úr skyndisókn á 90. mínútu, marki sem er henner fyrsta í efstu deild.

Leikskýrslan á vef KSÍ.

Þór/KA situr núna í fimmta sæti deildarinnar með níu stig, en deildin er jafnari en oft áður undanfarin ár. Til dæmis er Valur á toppnum með aðeins fjórum stigum meira en Þór/kA. 

Eftir þriggja leikja hindrunarhlaup að undanförnu - tvö töp í deildinni og eitt í bikar - er næsta verkefni liðsins að heimsækja Íslandsmeistara vals að Hlíðarenda. Hver veit nema ólíkindatólin sem hafa sigrað Stjörnuna, Breiðablik og ÍBV en tapað fyrir Keflavík, FH og Þrótti sæki þrjú stig í Hlíðarnar.