Karfan er tóm.
Þór/KA verður með tækniskóla fyrir stelpur í 4.-7. flokki undir stjórn þjálfarateymis félagsins og leikmanna meistaraflokks í vikunni fyrir páska, 25.-27. mars. Skráning er hafin.
Tækniskóli Þórs/KA er ætlaður fyrir stelpur í 4.-7. flokki (1.-8. bekkur). Æfingar verða fyrri hluta dags, á bilinu kl. 10-14, en nákvæmari tímasetningar fyrir hvorn hóp verða auglýstar þegar fjöldi skráninga liggur fyrir.
Skipt er í tvo aldurshópa.
Æfingar fyrir stelpur í 4.-5. flokki verða mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 90 mínútur hver æfing.
Verð: 10.500 krónur.
Æfingar fyrir stelpur í 6.-7. flokki verða á mánudag og þriðjudag, 90 mínútur hvorn dag.
Verð: 5.500 krónur.
Æfingarnar fara fram í Boganum.
Skráning fer nú fram í gegnum netfangið thorkastelpur@gmail.com og verða veittar upplýsingar um greiðslufyrirkomulag í svörum við innsendum skráningum.