Sumardagurinn fyrsti: Ársfundur, leikmannakynning, árskortasala

Sumardagurinn fyrsti verður fullur af alls konar hjá okkur í Þór/KA. Ársfundur, leikmannakynning, sala og afhending árskorta, teknar niður pantanir á Þór/KA-treyjunum, stuðningsmannabolum og hárböndum. Við bjóðum ykkur öll velkomin í Hamar, hvort sem það er á annan eða báða viðburðina.

  • Ársfundur
    Dagskráin hefst kl. 11:30 með ársfundi Þórs/KA.
    Farið verður yfir starfsemina, rekstrarárið 2023 og væntingar og plön fyrir komandi tímabil.
    Mikilvægi sjálfboðaliða einnig á döfinni.
    Ársreikninga félagsins má finna á heimasíðunni - sjá hér.
  • Leikmannakynning
    Jóhann Kristinn Gunnarsson fer á kostum eins og honum einum er lagið. 
    Meistaraflokkurinn kynntur á léttu nótunum.
  • Árskortasala og afhending 
    Stuðningsfólk getur valið um tvær leiðir til að nota árskortið.
    Annars vegar er hægt að kaupa árskortin beint í símann í Stubbi, miðasöluforritinu sem nálgast má í Play Store (Android) og App Store (iPhone).
    Kortið er einnig í boði sem plastkort og verður til sölu og afhendingar á kynningunni. 
    Árskortið kostar 20.000 krónur og gildir á alla heimaleiki Þórs/KA í Bestu deildinni - athugið að það gildir ekki á bikarleiki.
  • Keppnistreyjur, stuðningsmannabolir, hárbönd
    Við notum tækifærið og tökum niður pantanir á svörtu keppnistreyjunni okkar, stuðningsmannabolnum og hárböndum. Myndir af keppnistreyjunni og bolnum, ásamt stærðartöflum má finna í frétt hér á heimasíðunni frá því í fyrrasumar. Afgreiðslufrestur á stuðningsmannabolunum er einungis nokkrir dagar, en hins vegar tekur 8-10 vikur að fá treyjurnar.

    A)  Keppistreyjan, svört 12.000 kr. (með nafni og númeri að vild)
    B)  Stuðningsmannabolur, 5.000 kr.
    C)  Hárband, svart með Þór/KA merki, 4.900 kr.
     
    Afsláttarpakkar
    D) Keppnistreyjan og bolur 15.000 kr.
    E) Keppnistreyja og hárband 15.000 kr.
    F) Stuðningsmannabolur og hárband 8.500 kr.
    G) Treyja, bolur og hárband 18.500 kr.


Hvernig kaupi ég árskortið í Stubbi?

  • Byrjar á að ná þér í Stubb-appið í Play Store eða App Store.
  • Eftir að gengið hefur verið frá formsatriðum í appinu, símanúmeri og greiðslumáta er þetta í raun einfalt, hvort sem þú ætlar að kaupa árskort eða bara staka miða á leiki.