Karfan er tóm.
Úthlutað var styrkjum úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA á fullveldisdaginn, miðvikudaginn 1. desember.
Þór/KA hlýtur styrk úr sjóðnum að þessu sinni, eins og oft áður. Félagið færir KEA og stjórn sjóðsins bestu þakkir fyrir.
Úthlutað var samtals rúmum 15 milljónum króna í þremur flokkum, menningar- og samfélagsverkefni (2,8 m.kr.), íþróttastyrkir (10 m.kr.) og styrkir til ungs afreksfólks (2,4 m.kr.).
Þetta var í 88. skipti sem úthlutað er styrkjum úr sjóðnum.
Lista yfir styrkþega má sjá í frétt á kea.is.