Karfan er tóm.
Þór/KA mátti þola 5-0 tap gegn Stjörnunni í leik liðanna í 8. umferð Bestu deildarinnar sem fram fór í Garðabænum í gær.
Byrjunin á leiknum var afleit. Slysamark á fjórðu mínútu og svo annað mark nokkrum mínútum síðar virtust slá okkar stelpur út af laginu og má segja að liðið hafi aldrei náð sér á flug í leiknum. Liðið skapaði sér fá færi, en átti engu að síður nokkur skot sem annað hvort hittu ekki á markið eða markvörður Stjörnunnar átti í litlum vandræðum með.
Leikmenn Stjörnunnar fengu iðulega nóg pláss til að athafna sig og sækja að marki Þórs/KA, sem skilaði þeim fimm mörkum þegar upp var staðið.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Þór/KA er áfram í 7. sætinu með níu stig eftir átta umferðir,
Staðan í deildinni, úrslit leikja og leikjadagskrá á vef KSÍ.
Næsta verkefni er hins vegar í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar, en Þór/KA mætir liði Selfoss á útivelli föstudaginn 10. júní kl. 18.
Næsti leikur liðsins í Bestu deildinni er heimaleikur gegn KR þriðjudaginn 14. júní kl. 18.