Spilað til úrslita á Spáni

Þór/KA vann riðil A og er komið í úrslitaleik á Barcelona Girls Cup í árgangi 2006. Árgangur 2007 á …
Þór/KA vann riðil A og er komið í úrslitaleik á Barcelona Girls Cup í árgangi 2006. Árgangur 2007 á einnig möguleika á að komast í úrslit.

 

Eitt lið frá Þór/KA er komið í úrslitaleik og annað spilar í undanúrslitum síðar í dag.

Í keppni 2006 árgangsins var Þór/KA með tvö lið. Annað þeirra vann sinn riðil og komst áfram í undanúrslit. Liðið vann alla leikina í riðlinum, 2-0, 1-0 og 5-0. Stelpurnar mættu síðan þýska liðinu 1. FFC Turbine Potsdam í undanúrslitum í morgun og sigruðu, 2-0. Þær leika því til úrslita á mótinu og mæta þar heimaliðinu UD Viladecans og fer sá leikur fram kl. 16 að staðartíma.

Hitt liðið í 2006 árgangnum gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur leikjum í riðlinum og spilar því um 5.-8. sætið. Í morgun mættu þær sænska liðinu Dosjobro IF. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli, en Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og spilar því um 5. sætið síðar í dag.

Úrslit leikja má sjá hér: Barcelona Girls Cup - 2006.

Þór/KA sendi einnig tvö lið til keppni í 2007 árgangnum. Þar unnu okkar stelpur riðil A, unnu alla leikina, 3-1, 6-0 og 6-0. Í átta liða úrslitum vann Þór/KA sænska liðið Tölö IF, 5-0 og spilar í undanúrslitum gegn heimaliðinu UD Viladecans kl. 15 að staðartíma. Lokaleikur liðsins verður síðan kl. 17, annaðhvort um 1. eða 3. sætið. 
Uppfært kl. 14:15: Þór/KA vann 1-0 í undanúrslitum og mætir enska liðinu Epsom and Ewell Colts í úrslitum kl. 17 að staðartíma (15:00 að íslenskum tíma).

Í riðli B í 2007 árgangnum gerði Þór/KA eitt jafntefli í riðlinum og tapaði tveimur leikjum. Liðið spilar því um 9.-16. sæti og tapaði fyrir enska liðið Glenavon Belles JFC í morgun. Þær spila því um 13.-16. sæti og eiga leik kl. 15 gegn sænska liðinu Vetlanda FF. Það fer svo eftir úrslitum í þeim leik hvort stelpurnar spila um 13. eða 15. sæti á mótinu.

Úrslit leikja má sjá hér: Barcelona Girls Cup - 2007.

Þjálfarar liðanna eru Ágústa Kristinsdóttir, Birkir Hermann Björgvinsson og Pétur Heiðar Kristjánsson.