Karfan er tóm.
Stjórn Þórs/KA hefur gert samninga við tvær ungar knattspyrnukonur og semja þær báðar til eins árs. Þetta eru þær Kolfinna Eik Elínardóttir (2007) og Sonja Björg Sigurðardóttir (2006).
Sonja Björg Sigurðardóttir (2006) spilar í fremstu víglínu og á að baki samtals 56 leiki í meistaraflokki. Þar af eru 18 með Þór/KA, en Sonja spilaði einnig 11 leiki fyrir Hamrana 2021 og hefur tvívegis spilað með Völsungi á lánssamningi frá Þór/KA, sumarið 2022 og síðari hluta sumars 2024. Hún hefur komið við sögu í níu leikjum með Þór/KA í efstu deild og á einnig að baki 30 leiki í 2. deild þar sem hún hefur skorað 14 mörk, en samtals 56 leiki og 20 mörk í deildarkeppni, bikarkeppni og Lengjubikar með Þór/KA, Hömrunum og Völsungi. Þá á hún einnig þrjá leiki með U16 landsliðinu.
Fyrsta meistaraflokksleikinn spilaði hún með Hömrunum í C-deild Lengjubikarsins í mars 2021, en fyrsta leikinn með Þór/KA í Lengjubikar í febrúar 2022. Fyrsta innkoma hennar í leik í Bestu deildinni var í 2-1 sigri á Þrótti í Boganum 2. maí.
Kolfinna Eik Elínardóttir (2007) á að baki tíu leiki í meistaraflokki, þar af sex leiki í Bestu deildinni. Hún hefur spilað samtals átta landsleiki með U15 og U16 landsliðum Íslands. Kolfinna spilar í vörninni og kom í fyrsta skipti við sögu í leik í Bestu deildinni í maí 2023.
Báðar spiluðu einnig leiki með 2. flokki félagsins í sumar sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Kolfinna Eik spilaði átta leiki og Sonja Björg níu leiki og skoraði í þeim leikjum tíu mörk.
Sonja Björg Sigurðardóttir og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA.
Kolfinna Eik Elínardóttir og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA.