Átta leikmenn með fyrsta samning

Una Móeiður, Kimberley Dóra, Angela Mary, Sonja Björg, Iðunn Rán, Amalía, Steingerður og Krista Dís …
Una Móeiður, Kimberley Dóra, Angela Mary, Sonja Björg, Iðunn Rán, Amalía, Steingerður og Krista Dís að loknum undirskriftum í dag.

 

Yngriflokkastarfið hjá Akureyrarfélögunum heldur áfram að skila góðum leikmönnum upp í meistaraflokk félagsins. Í dag voru undirritaðir fyrstu leikmannasamningar við átta stelpur fæddar 2005 og 2006.

Það hefur líklega komið fram hér á þessum vettvangi áður að Þór/KA er ekki á flæðiskeri statt hvað það varðar að fá upp í meistaraflokk frábæran efnivið úr yngriflokkastarfi félaganna, unga og efnilega leikmenn sem reglulega æfa og spila með yngri landsliðum Íslands.

Í dag skrifuðu átta heimastelpur undir sína fyrstu samninga við Þór/KA. Með þennan efnivið sem Akureyri getur af sér, í bland við eldri og reyndari leikmenn, heimastelpur og aðfengnar, hafa þjálfarar liðsins sett saman spennandi leikmannahóp sem vonandi kemur stuðningsfólki þægilega á óvart með góðri frammistöðu í sumar. 

Það væri óeðlilegt með þessa ungu leikmenn og hinar reyndari með að við værum ekki smá spennt fyrir komandi sumri. Við munum kynna leikmannahópinn og einstaka leikmenn nánar eftir ýmsum leiðum, með nýjum myndum, spurningalistum og fleiru á næstunni hér á vefnum og á samfélagsmiðlum.

Amalía Árnadóttir (2006)

Amalía hefur spilað á miðju og í sóknarlínunni. Hún á að baki 15 leiki, eitt mark, í meistaraflokki, þar af 11 leiki í 2. deild og bikarkeppni með Hömrunum og fjóra leiki með Þór/KA í Lengjubikar. Auk þess eru átta leikir, eitt mark, í öðrum mótum.

Jafnframt sínum fyrsta leikmannasamningi við Þór/KA hefur Amalía verið lánuð til Völsungs og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Angela Mary Helgadóttir (2006)

Angela Mary spilaði með Hömrunum sumarið 2021, en kom inn í hópinn hjá meistaraflokki Þórs/KA í haust. Hún hefur spilað 12 leiki í meistaraflokki og skorað eitt mark. Auk þess tíu leiki í öðrum mótum (Kjarnafæðismót og Faxaflóamót). Angela hefur spilað tvo leiki með U16 landsliðinu. Hún hefur spilað bæði sem miðvörður og hægri bakvörður.

Iðunn Rán Gunnarsdóttir (2005)

Iðunn Rán hefur að mestu spilað sem miðvörður og á að baki 11 leiki, tvö mörk, í meistaraflokki. Þar af eru átta leikir með Hömrunum í 2. deild og bikar 2020 og þrír með Þór/KA 2021. Þá á húna ð baki 22 leiki og eitt mark í öðrum mótum (Kjarnafæðismót og Faxaflóamót). Iðunn Rán dhefur spilað sex leiki með U16 og U17 landsliðum Íslands.

Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (2005)

Kimberley Dóra á að baki 14 meistaraflokksleiki og eitt mark, þar af níu leiki með Hömrunum 2020 og þrjá með Þór/KA 2021. Auk þeirra eru tveir leikir í Lengjubikarnum. Þá hefur hún spilað 18 leiki og skorað fjögur mörk í öðrum mótum (Kjarnafæðismót, Faxaflóamót). Hún á að baki sex landsleiki með U16 og U17 landsliðunum. Kimberley Dóra hefur að mestu spilað sem miðjumaður.

Krista Dís Kristinsdóttir (2006)

Krista Dís er sóknarmaður og hefur leikið 12 leiki og skorað þrjú mörk í meistaraflokki með Hömrunum í 2. deild og bikarkeppni. Hún á einnig að baki tvo leiki með U16 landsliði Íslands og skoraði mark í öðrum þeirra. Hún var valin efnilegust á lokahófi meistaraflokks eftir tímabilið 2021.

Sonja Björg Sigurðardóttir (2006)

Sonja Björg er framherji og á að baki 15 meistaraflokksleiki og fjögur mörk. Þar af eru tíu í 2. deild og bikarkeppni með Hömrunum og fimm í Lengjubikar með Þór/KA. Auk þess hefur hún spilað átta leiki með Hömrunum og Þór/KA í öðrum mótum og skorað fimm mörk (Kjarnafæðismót og Faxaflóamót).

Jafnframt sínum fyrsta leikmannasamningi við Þór/KA hefur Sonja Björg verið lánuð til Völsungs og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Steingerður Snorradóttir (2005)

Steingerður hefur spilað sem vinstri bakvörður og á að baki 13 leiki og tvö mörk í meistaraflokki. Þar af eru níu leikir með Hömrunum í 2. deild og bikar 2020 og fimm leikir með Þór/KA sumarið 2021. Hún hefur spilað 12 leiki í öðrum mótum (Kjarnafæðismót). Steingerður á að baki fimm leiki með U16 og U17 landsliðum Íslands.

Una Móeiður Hlynsdóttir (2005)

Una Móeiður hefur spilað 20 meistaraflokksleiki og skorað þrjú mörk. Þar af eru 18 leikir með Hömrunum í 2. deild og bikarkeppni og tveir með Þór/KA í Lengjubikar. Auk þess eru 20 leikir og sex mörk í öðrum mótum (Kjarnafæðismót, Faxaflóamót). Una er sóknarmaður.

Jafnframt því að undirrita fyrsta leikmannasamning svinn við Þór/KA hefur Una verið lánuð til Völsungs og mun spila með Húsvíkingum í Lengjudeildinni í sumar.


Una Móeiður Hlynsdóttir og Björgvin Hrannar Björgvinsson úr stjórn Þórs/KA.


Steingerður Snorradóttir og Björgvin Hrannar Björgvinsson.


Sonja Björg Sigurðardóttir og Björgvin Hrannar Björgvinsson.


Krista Dís Kristinsdóttir og Björgvin Hrannar Björgvinsson.


Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Björgvin Hrannar Björgvinsson.


Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Björgvin Hrannar Björgvinsson.


Angela Mary Helgadóttir og Björgvin Hrannar Björgvinsson.


Amalía Árnadóttir og Björgvin Hrannar Björgvinsson.