Karfan er tóm.
Þór/KA skoraði þrjú mörk gegn einu marki KR í leik liðanna í Lengjubikarnum í dag.
Leikurinn í heild var ekki mikið fyrir augað. KR komst yfir eftir hornspyrnu þegar boltinn fór af leikmanni okkar og í markið. Í aðdragandanum hafði Hulda Björg verið að hlaupa á eftir boltanum með leikmann KR á hælunum upp undir vítateig, en tognaði og KR-ingar komust þá tvær á móti einum varnarmanni og Hörpu í markinu. Ekki tókst þeim þó að skora úr því færi heldur fengu horn og upp úr því kom markið.
Tæpum tíu mínútum síðar jafnaði Sandra María í 1-1 þegar hún komst framhjá varnarmönnum vinstra megin í teignum og skoraði. Jafnt var eftir fyrri hálfleikinn.
Amalía Árnadóttir náði forystunni fyrir Þór/KA þegar hún fékk boltann út í teiginn frá endalínunni og átti ekki í erfiðleikum með að finna leið í netið. Leikmenn Þórs/KA pressuðu þá á KR-inga í markspyrnu, unnu boltann og Jakobína Hjörvarsdóttir fór upp að endalínunni og lagði hann út í teiginn til Amalíu.
Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði svo þriðja markið eftir að Þór/KA tók stutt horn og svo fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Sandra María skallaði boltann fyrir markið frá endalínunni markið og Hulda Ósk kláraði færið.
Lokatölur 3-1 í leik sem fer ekki í sögubækurnar fyrir gæði.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.
KR - Þór/KA
12. mínúta: 1-0 - sjálfsmark mótherja
21. mínúta: 1-1 - Sandra María Jessen - Stoðsending: Una Móeiður Hlynsdóttir.
53. mínúta: 1-2 - Amalía Árnadóttir - Stoðsending: Sandra María Jessen
61. mínúta: 1-3 - Hulda Ósk Jónsdóttir - Stoðsending: Jakobína Hjörvarsdóttir.
Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í sínum riðli í Lengjubikarnum, en næsti leikur verður í Boganum laugardaginn 4. mars kl. 17 þegar Íslandsmeistarar Vals koma norður.
Stutt þjálfararæða að leik loknum.
Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þórs/KA lengst til vinstri, dómaratríóið, leikmenn KR og Perry Mclachlan lengst til hægri.
Mörkin okkar í leiknum - upptaka úr VEO-vélinni.