Karfan er tóm.
Stelpurnar okkar mega vera stoltar af framlagi sínu í tveimur æfingaleikjum U19 landsliðsins gegn Norðmönnum og Svíum.
Eins og fram hefur komið voru þrjár úr Þór/KA valdar í U19 hópinn fyrir þessa tvo æfingaleiki, auk þess sem Jón Stefán Jónsson er með hópnum sem einn af aðstoðarþjálfurum Margrétar Magnúsdóttur, þjálfara U19 landsliðsins.
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir voru í byrjunarliðinu gegn Norðmönnum á sunnudag, en Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir kom ekki við sögu. Íslenska liðið tapaði þeim leik, 1-3.
Í dag voru Jakobína og Kimberley Dóra í byrjunarliðinu gegn Svíum og Jakobína var fyrirliði íslenska liðsins. Ísfold Marý kom inn sem varamaður og spilaði síðasta hálftímann. Ísland vann leikinn gegn Svíum í dag, 2-1.
Kristín Geirsdóttir og Jón Stefán Jónsson. Kristín er Akureyringur og á meðal annars að baki leiki með Þór/KA/Völsungi í 2. flokki. Hún starfar sem styrktarþjálfari hjá sænska knattspyrnusambandinu, en til gamans má geta þess að Jónsi þjálfaði hana um tíma heima á Akureyri.