Karfan er tóm.
Lið 3. flokks vann Sindra/Neista í C-riðli Íslandsmótsins í dag og er í efsta sæti riðilsins.
Þór/KA2 komst í 2-0 með mörkum frá Heiðrúnu Hafdal Björgvinsdóttur og Emilíu Björk Óladóttur, en Berglind Stefánsdóttir minnkaði muninn fyrir heimaliðið.
Þetta var næstsíðasti leikur liðsins í þessari lotu. Liðið hefur nú unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli, er á toppnum með 13 stig að loknum fimm leikjum, þremur stigum á undan næsta liði. Staðan er þó frekar óljós í heildina því tvö um miðjan riðilinn eiga leiki inni.
Lokaleikur liðsins verður gegn Grindavík á KA-velli um komandi helgi.
Staðan, leikjadagskrá og úrslit á vef KSÍ.
Leikskýrslan á vef KSÍ.