Karfan er tóm.
Íþróttabandalag Akureyrar hefur tilkynnt hvaða íþróttafólk varð í tíu efstu sætunum í kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Akureyrar 2024. Það þarf líklega ekki að koma neinum á óvart að þar á lista er Sandra María Jessen, en hún var einmitt kjörin íþróttakona Akureyrar 2023 og síðan íþróttakona Þórs 2024, þriðja árið í röð, og því áfram í kjöri fyrir íþróttakonu Akureyrar á nýliðnu ári.
Verðlaunahátíð ÍBA, Íþróttahátíð Akureyrar 2024, verður haldin í Hofi, Hamraborgarsalnum, fimmtudaginn 23. janúar og hefst kl. 17:30.
Hér má sjá tíu efstu konur og tíu efstu karla í kjörinu (í stafrófsröð).