Karfan er tóm.
Tveir leikmenn undirrituðu samninga við Þór/KA í gær. Agnes Birta Stefánsdóttir framlengir sinn samning um eitt ár og Unnur Stefánsdóttir undirritaði sinn fyrsta samning við félagið, einnig til eins árs.
Agnes Birta Stefánsdóttir (1997) spilar á miðjunni og á að baki 55 meistaraflokksleiki með Þór/KA, Hömrunum og Tindastóli (lán 2020). Fyrsta leikinn í meistaraflokki spilaði hún sumarið 2015 með Þór/KA. Agnes hefur undanfarin ár stundað nám og spilað fótbolta á háskólastyrk við University of Northern Ohio í Bandaríkjunum og er á lokaárinu sínu þar.
Unnur Stefánsdóttir (2004) á þegar að baki 45 leiki í meistaraflokki og átta mörk, þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Fyrsta innkoma hennar í meistaraflokk var sumarið 2019. Unnur er Grindvíkingur og hefur leikið allan sinn feril með Grindavík í 1. og 2. deild, en á þó einnig ættir að rekja til Akureyrar og stundar nú nám við Menntaskólann á Akureyri.
Agnes Birta Stefánsdóttir og Unnur Stefánsdóttir.
Heimasíðan óskar Agnesi Birtu til hamingju með framlenginguna og fagnar áframhaldandi veru hennar hjá félaginu. Við bjóðum Unni velkomna í Þór/KA og óskum henni til hamingju með hennar fyrsta samning við félagið.
Agnes Birta Stefánsdóttir, Sólveig Tryggvadóttir og Unnur Stefánsdóttir.
Perry Mclachlan þjálfari, Agnes Birta Stefánsdóttir, Unnur Stefánsdóttir og Jón Stefán Jónsson þjálfari.