Karfan er tóm.
Þór/KA sigraði Völsung, 6-1, í Kjarnafæðismótinu í dag. Fimm leikmenn skoruðu þessi sex mörk - og lánsleikmaður frá Þór/KA skoraði mark Völsungs.
Segja má að leikurinn hafi verið nokkuð í aðra áttina. Þór/KA komst í 4-0 í fyrri hálfleik og bætti svo við tveimur mörkum seint í leiknum, áður en Völsungur skoraði sitt eina mark. Mörkin hjá Þór/KA hefðu hæglega getað orðið fleiri, en Ísabella í markinu, ásamt tréverkinu, komu í veg fyrir það.
Andrea Mist Pálsdóttir skoraði fyrsta markið, Una Móeiður Hlynsdóttir bætti við öðru og svo Margrét Árnadóttir því þriðja úr víti. Sonja Björg Sigurðardóttir kom Þór/KA í 4-0 fyrir leikhlé.
Unnur Stefánsdóttir, sem nýlega kom til okkar frá Grindavík, skoraði fimmta markið þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleikinn, en þetta er fyrsta mark hennar fyrir Þór/KA.
Andrea Mist skoraði svo sitt annað mark og kom Þór/KA í 6-0 þegar langt var liðið á leikinn.
Þrjár stelpur úr 2. og 3. flokki Þórs/KA voru lánaðar í lið Völsungs í þessum leik. Ísabella Júlía Óskarsdóttir (2005) spilaði allan leikinn í marki Völsungs og stóð sig frábærlega - kom raunar í veg fyrir að sigur okkar stelpna yrði ekki enn stærri. Þá voru þær Bríet Jóhannsdóttir (2006) og Sigrún Rósa Víðisdóttir (2005) á varamannabekk Völsungs og komu báðar inn á. Bríet skoraði svo eina mark Völsungs á 89. mínútu og breytti stöðunni í 6-1.
Þór/KA hefur nú sex stig eftir tvo leiki í mótinu og á eftir að mæta liði Tindastóls.
Hér má sjá hópinn í dag, byrjunarliðið, varamenn, starfsfólk og liðsstjóra.
Ljósmyndarinn Þórir Tryggva var á leiknu og sendi okkur myndir.