Karfan er tóm.
Það er ekki tilviljun að Þór/KA opnar nýjan vef sinn – thorka.is – á þessum degi, 4. september. Í dag eru nákvæmlega níu ár síðan við tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti.
Þann 4. september 2012 fengum við lið Selfoss í heimsókn á Þórsvöllinn og þurftum á þeim tíma þrjú stig til að vera öruggar með titilinn, í keppni við ÍBV og Stjörnuna, en leikurinn var í næstsíðustu umferð mótsins.
Það var auðvitað nokkuð kappsmál að geta tryggt titilinn á heimavelli og greinilegt að bæjarbúar voru á sama máli því þeir flykktust á völlinn – 1.212 áhorfendur skráðir í leikskýrsluna – til að hvetja stelpurnar og taka þátt í væntanlegri sigurgleði. Vallargestir urðu ekki fyrir vonbrigðum því leiknum lauk með 9-0 sigri og afhendingu Íslandsmeistarabikarsins í fyrsta skipti að leik loknum.
Eini leikmaðurinn sem tók þátt í þessum leik og er enn á fullu með Þór/KA er þáverandi og núverandi fyrirliði, Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Lokastaðan í deildinni og yfirlit leikja (ksi.is).
Meðfylgjandi myndir tók Þórir Tryggvason þetta eftirminnilega kvöld í september 2012.