Tindastóll hafði betur í markaveislunni sem boðið var upp á í Boganum í gærkvöld þegar Skagfirðingar mættu Þór/KA2 í Kjarnafæðimótinu. Þór/KA jafnaði í 3-3 á lokamínútu venjulegs leiktíma, en Birgitta Rún Finnbogadóttir kláraði þrennuna með marki á 3. mínútu viðbótartímans.
Þór/KA komst yfir á 9. mínútu þegar Eva Dolina skoraði, en Tindastóll svaraði með tveimur mörkum fyrir leikhlé og svo því þriðja snemma í seinni hálfleiknum. Halla Bríet Kristjánsdóttir, sem kíkti til okkar í lánsferð í Völsungspeysunni í gær minnkaði muninn í 3-2 þegar 18 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Hafdís Nína Elmarsdóttir jafnaði metin á 89. mínútu. Báðar komu þær inn af varamannabekknum og skoruðu.
Tindastóll - Þór/KA2 4-3 (2-1)
- 0-1 - Eva S. Dolina-Sokolowska (9'). Stoðsending: Amalía Árnadóttir.
- 1-1 - Saga Ísey Þorsteinsdóttir (24')
- 2-1 - Birgitta Rún Finngobadóttir (40')
---
- 3-1 - Birgitta Rún Finnbogadóttir (53')
- 3-2 - Halla Bríet Kristjánsdóttir (72'). Stoðsending: Arna Rut Orradóttir.
- 3-3 - Hafdís Nína Elmarsdóttir (89'). Stoðsending: Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir.
- 4-3 - Birgitta Rún Finnbogadóttir (90+3')
Þór/KA2 - hópurinn í leiknum gegn Tindastóli
Fremri röð frá vinstri: Anna Guðný Sveinsdóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Angela Mary Helgadóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Júlía Karen Magnúsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Hafdís Nína Elmarsdóttir, Ásta Ninna Reynisdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Júlía Margrét Sveinsdóttir, Ísey Ragnarsdóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Amalía Árnadóttir (fyrirliði), Emelía Ósk Krüger, Katia Marína Da Silva Gomes, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Aníta Ingvarsdóttir, Arna Rut Orradóttir og Halla Bríet Kristjánsdóttir, fengin að láni frá Völsungi.
Tölur og fróðleikur
- Meðalaldur, út frá aldri sem leikmenn ná á árinu 2025:
Byrjunarlið: 17,91 ár
Varamenn: 16,25 ár
Hópurinn: 17,21 ár
- Áhorfendur: 65, en fjölgaði þegar nálgaðist næsta leik á eftir.
Leikskýrslan
- Byrjunarliðið:
1 - Katia Marína Da Silva Gomes (m)
2 - Angela Mary Helgadóttir (út á 79')
3 - Kolfinna Eik Elínardóttir (út á 70')
5 - Ísey Ragnarsdóttir (út á 79')
7 - Amalía Árnadóttir (f) (út á 70')
8 - Anna Guðrún Sveinsdóttir (út á 60')
9 - Júlía Margrét Sveinsdóttir (út á 60')
10 - Eva S. Dolina-Sokolowska (mark á 9') (út á 60')
11 - Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir
17 - Emelía Ósk Krüger (út á 70')
21 - Bríet Fjóla Bjarnadóttir
- Varamenn:
4 - Ásta Ninna Reynisdóttir (inn á 79')
6 - Arna Rut Orradóttir (inn á 60')
14 - Júlía Karen Magnúsdóttir (inn á 70')
15 - Aníta Ingvarsdóttir (inn á 79')
16 - Ragnheiður Sara Steindórsdóttir (inn á 70')
18 - Hafdís Nína Elmarsdóttir (inn á 70') (mark á 89')
20 - Karen Hulda Hrafnsdóttir (inn á 60')
26 - Halla Bríet Kristjánsdóttir (inn á 60') (mark á 72')