Markadrottningin Sandra María Jessen

Stúdíómynd: Aníta Eldjárn. Bakgrunnsmynd: Egill Bjarni Friðjónsson. Innfelld útskorin mynd: Þórir Tr…
Stúdíómynd: Aníta Eldjárn. Bakgrunnsmynd: Egill Bjarni Friðjónsson. Innfelld útskorin mynd: Þórir Tryggva.
- - -

Sandra María Jessen varð á dögunum 15. knattspyrnukonan til að skora 100 mörk í efstu deild Íslandsmótsins þegar hún skoraði fyrsta mark Þórs/KA í 4-1 útisigri á Stjörnunni í Garðabænum. Það er ekki tilviljun að við rifjum þetta afrek upp í dag, þegar 13 dagar eru liðnir frá 100. markinu. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Sandra María skoraði fyrsta markið sitt í efstu deild þann 28. júní 2011, fyrir réttum 13 árum, í 4-2 útisigri á Breiðabliki í þáverandi Pepsi-deild. Breiðablik er einmitt mótherji Söndru Maríu og liðsfélaga í Þór/KA í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í kvöld.

Við hugum að leik kvöldsins í annarri frétt frá því í morgun, en hér verður nördast smá með ýmislegt um þessi 100 mörk sem um ræðir. Yfirstandandi tímabil er tíunda tímabilið sem Sandra María skorar mörk í efstu deild. Hún missti úr heilt tímabil vegna meiðsla 2014 og spilaði erlendis frá 2019 til 2022, en gekk aftur til liðs við Þór/KA í janúar 2022 eftir dvöl hjá Bayer 04 Leverkusen í þýsku Bundesligunni.

  • Á því tímabili sem Sandra María hefur skorað þessi rúmlega 100 mörk hefur efsta deildin tvisvar skipt um nafn. Fyrsta markið kom í Pepsi-deildinni og það 100. í Bestu deildinni. Í millitíðinni hét deildin Pepsi Max-deildin, en Sandra spilaði erlendis á þeim tíma og á því ekki að baki leiki eða mörk í Pepsi Max. Áður en Sandra spilaði fyrst í efstu deild hafði deildin heitið Landsbankadeildin, Símadeildin, Landssímadeildin, Meistaradeildin, Stofndeildin og Mizuno-deildin, en þar á undan bara 1. deild.
  • Mörkin 100 skoraði Sandra María á tíu tímabilum í efstu deild, 2011-2013, 2015-2018 og 2022-2024. Hún var frá keppni vegna meiðsla sumarið 2014 og spilaði erlendis frá 2019 til 2022.
  • Af mörkunum 100 skoraði hún 73 í Pepsi-deildinni og 27 í Bestu deildinni.
  • Sandra María þurfti 162 leiki til að ná 100 mörkunum. Hún skoraði mark eða mörk í 74 leikjum af þessum 162.
  • Ein ferna er hluti af þessum 100 mörkum og hún kom á þessu ári þegar Sandra María skoraði öll mörkin í 4-0 útisigri á FH í lok apríl.
  • Fjórar þrennur og 14 tvennur eru líka hluti af mörkunum 100. Tvisvar skoraði hún þrennu gegn Grindavík og einu sinni gegn Selfossi og ÍA.
  • Besta tímabil hennar í mörkum talið var meistaraárið 2012 þegar hún skoraði 18 mörk í 18 leikjum. Sandra María og Elín Metta Jensen skoruðu báðar 18 mörk í deildinni 2012 og bættu þar með met Margrétar Láru Viðarsdóttur sem yngstu konur til að vera markahæstar í efstu deild Íslandsmótsins. Margrét Lára var 18 ára, en þær Sandra María og Elín Metta báðar 17 ára, Sandra María nokkrum vikum eldri en Elín Metta. Sandra María varð hins vegar að sætta sig við silfurskóinn því hún spilaði fleiri mínútur en Elín Metta.
  • Eyjakonur og FH-ingar hafa oftast orðið fyrir því að fá á sig mörk frá Söndru Maríu, en af þessum 100 mörkum eru 12 á móti ÍBV og 11 á móti FH.
  • Haukar eru eina liðið af þeim sem spilað hafa í efstu deild þau ár sem Sandra María skoraði mörkin 100 sem hún skoraði ekki hjá. Haukar spiluðu í efstu deild árið 2017. Sandra María kom inn á sem varamaður á 85. mínútu í heimaleiknum, en spilaði allan leikinn gegn Haukum í Hafnarfirði.
  • Fimmtán fyrstu mörkin í efstu deild komu í sigrum eða jafnteflum.
  • Aðeins sjö af mörkunum 100 komu í tapleikjum, þar af þrisvar sinnum gegn ÍBV!
  • Fyrsta markið í tapleik kom í Vestmannaeyjum 1. júlí 2013. Annað skiptið sem hún skoraði í tapleik var einnig gegn ÍBV í Eyjum, rúmum tveimur árum síðar, 12. júlí 2015. Þriðja skiptið kom rúmum tveimur árum eftir það þegar hún skoraði í 3-2 tapleik í Grindavík 23. september 2017. Sandra skoraði í tapleik gegn ÍBV 2022, Keflavík og Breiðabliki 2023 og gegn Val í fyrstu umferðinni 2024.
  • Flest af mörkunum hefur Sandra María skorað í maí, samtals 24 og kannski ekki nema von því hin síðari ár hefur oft verið þétt spilað í maímánuði. Öll tímabilin sem hún hefur spilað og skorað í efstu deild skoraði hún alltaf mörk í septembermánuði.
  • Tímabilið í ár er það fimmta sem hún hefur skorað fleiri en tíu mörk í deildinni.


Sandra María og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA. Sandra María fékk afhentan blómvönd frá félaginu fyrir leik í Bestu deildinni á dögunum. Mynd: Þórir Tryggva.

Markalistinn

Til fróðleiks og til að auðvelda lesendum að fletta upp leikjum og mótum á mótavef KSÍ birtum við hér að neðan lista yfir alla leiki þar sem Sandra María skoraði þessi hundrað mörk, með dagsetningum, mótherjum og hve mörg mörk hún skoraði í hverjum leik. Allar upplýsingar eru fengnar úr mótakerfi KSÍ á ksi.is. Mögulega er betra að skoða töflurnar í fréttinni í tölvu en síma.

  • Smellið á nafn/ártal deildar til að skoða lokastöðu og úrslit leikja
  • Smellið á markatölu til að opna leikskýrslu viðkomandi leiks

Pepsi-deildin 2011: 15 leikir, 2 mörk, skoraði í tveimur leikjum. Þór/KA í 4. sæti, Stjarnan Íslandsmeistari, Ashley Bares úr Stjörnunni markadrottning með 21 mark, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Berglind Björg Þorvaldsóttir með 14. Manya Janine Makoski markahæst í Þór/KA með 13 mörk.

28.06.2011 Breiðablik Þór/KA 2-4 1
10.09.2011 Þór/KA KR 4-0 1
 

Pepsi-deildin 2012: 18 leikir, 18 mörk, skoraði í 12 leikjum, ein þrenna og fjórar tvennur. Þór/KA Íslandsmeistari, Sandra María og Elín Metta Jensen jafnar í markaskorun með 18 mörk. Elín Metta fékk gullskóinn og Sandra María silfurskóinn þar sem Sandra María spilaði fleiri mínútur. Þriðja markahæst var Harpa Þorsteinsdóttir með 17 mörk. 

13.05.2012 Þór/KA Stjarnan 3-1 1
23.05.2012 Þór/KA Valur 1-1 1
28.05.2012 FH Þór/KA 1-4 1
04.06.2012 Þór/KA Breiðablik 2-0 1
10.06.2012 Afturelding Þór/KA 0-4 2
03.07.2012 Selfoss Þór/KA 2-6 2
10.07.2012 Þór/KA Fylkir 4-0 2
18.07.2012 Stjarnan Þór/KA 1-2 1
23.07.2012 Þór/KA KR 2-1 1
09.08.2012 Þór/KA FH 6-0 2
04.09.2012 Þór/KA Selfoss 9-0 3
08.09.2012 Fylkir Þór/KA 1-2 1
 
Pepsi-deildin 2013: 14 leikir, 9 mörk, skoraði í fimm leikjum, þar af fjórum sinnum tvö mörk í leik. Þór/KA í 4. sæti, Stjarnan Íslandsmeistari. Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning með 28 mörk, Elín Metta Jensen 17 og Danka Podovac 16.
18.05.2013 HK/Víkingur Þór/KA 1-4 1
01.07.2013 ÍBV Þór/KA 3-2 2
13.08.2013 Þór/KA HK/Víkingur 3-1 2
11.09.2013 Breiðablik Þór/KA 1-5 2
14.09.2013 Þór/KA ÍBV 3-1 2
 
Pepsi-deildin 2014: Spilaði ekkert í Pepsi-deildinni vegna meiðsla sem hún varð fyrir í leik í Lengjubikarnum í marsmánuði 2014.
         
Pepsi-deildin 2015: 18 leikir, 13 mörk, skoraði í 11 leikjum, tvær tvennur. Þór/KA í 4. sæti, Breiðablik Íslandsmeistari. Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik) markadrottning með 15 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) 13 og Klara Lindberg með 13 mörk fyrir Þór/KA.
19.05.2015 Þróttur R. Þór/KA 0-3 1
28.05.2015 Þór/KA Afturelding 5-2 1
01.06.2015 KR Þór/KA 2-4 2
09.06.2015 Þór/KA Fylkir 1-1 1
12.07.2015 ÍBV Þór/KA 3-1 1
17.07.2015 Þór/KA Valur 5-0 1
21.07.2015 Þór/KA Þróttur R. 5-1 1
26.07.2015 Afturelding Þór/KA 1-5 1
11.08.2015 Þór/KA KR 2-0 2
16.08.2015 Fylkir Þór/KA 1-4 1
01.09.2015 Valur Þór/KA 0-4 1
         

Pepsi-deildin 2016: 18 leikir, 9 mörk, skoraði í sjö leikjum, eina þrennu. Þór/KA í 4. sæti, Stjarnan Íslandsmeistari. Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) markadrottning með 20 mörk, Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur) 14, Cloé Lacasse (ÍBV) 13 mörk. Sandra spilaði með Bayer 04 Leverkusen á lánssamningi í upphafi árs.

18.05.2016 Þór/KA ÍA 4-0 3
25.06.2016 FH Þór/KA 0-4 1
13.07.2016 Fylkir Þór/KA 0-2 1
24.08.2016 KR Þór/KA 0-1 1
31.08.2016 Þór/KA FH 3-2 1
06.09.2016 Þór/KA Valur 4-0 1
24.09.2016 Þór/KA Fylkir 6-0 1
         

Pepsi-deildin 2017: 15 leikir, 8 mörk, skoraði í sex leikjum, eina þrennu. Þór/KA Íslandsmeistarar. Stephany Mayor markadrottning með 19 mörk fyrir Þór/KA, Elín Metta Jensen (Valur) önnur með 16 mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) 15 mörk. Sandra María var valin besti leikmaður deildarinnar í kosningu leikmanna.

25.05.2017 Þór/KA ÍBV 3-1 1
16.06.2017 Þór/KA Grindavík 5-0 3
10.08.2017 Þór/KA Fylkir 3-3 1
04.09.2017 Þór/KA Stjarnan 3-0 1
23.09.2017 Grindavík Þór/KA 3-2 1
28.09.2017 Þór/KA FH 2-0 1
         

Pepsi-deildin 2018: 18 leikir, 14 mörk, skoraði í tíu leikjum, eina þrennu og tvær tvennur. Þór/KA í 2. sæti, Breiðablik Íslandsmeistari. Berglind Björg Þorvaldsóttir (Breiðablik) markadrottning með 19 mörk, Stephany Mayor með 15 mörk fyrir Þór/KA og Sandra María í 3. sæti með 14 mörk.

05.05.2018 Grindavík Þór/KA 0-5 3
09.05.2018 Þór/KA HK/Víkingur 3-0 1
13.05.2018 ÍBV Þór/KA 1-2 1
24.06.2018 Þór/KA Breiðablik 2-0 2
10.07.2018 Þór/KA Stjarnan 3-1 1
17.07.2018 Þór/KA Grindavík 5-0 2
22.07.2018 HK/Víkingur Þór/KA 2-5 1
17.08.2018 Þór/KA FH 9-1 1
25.08.2018 Þór/KA Selfoss 2-0 1
17.09.2018 Þór/KA Valur 4-1 1
         

Besta deildin 2022: 18 leikir, 8 mörk, skoraði í sex leikjum, tvær tvennur. Þór/KA í 7. sæti, Valur Íslandsmeistari. Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) markadrottning með 11 mörk og þrjár jafnar með níu mörk, þær Daniell Julia Marcano (Þróttur), Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan) og Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan).

03.05.2022 Þór/KA Valur 2-1 1
08.05.2022 Afturelding Þór/KA 1-2 1
23.05.2022 ÍBV Þór/KA 5-4 2
01.06.2022 Þór/KA Keflavík 3-2 1
14.06.2022 Þór/KA KR 3-3 1
14.09.2022 Þór/KA ÍBV 3-3 2
         

Besta deildin 2023 : 19 leikir, 8 mörk (14/6 í deildinni, 5/2 í efri hlutanum), skoraði í átta leikjum. Þór/KA í 5. sæti, Valur Íslandsmeistari. Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) markadrottning með 14 mörk, Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) 10 mörk og Sandra María í 3. sæti með átta mörk. Leikjum fjölgað úr 18 í 23 hjá liðum í efri hlutanum.

26.04.2023 Stjarnan Þór/KA 0-1 1
01.05.2023 Þór/KA Keflavík 1-2 1
07.05.2023 ÍBV Þór/KA 0-1 1
15.05.2023 Þór/KA Breiðablik 2-0 1
11.06.2023 Þór/KA Selfoss 3-0 1
07.08.2023 Breiðablik Þór/KA 4-2 1
13.09.2023 Þór/KA Breiðablik 3-2 1
17.09.2023 Þróttur R. Þór/KA 0-2 1
 

Besta deildin 2024: 9 leikir, 11 mörk (fyrstu 8 umferðirnar, skoraði tvisvar á móti Stjörnunni, seinna markið var 101. mark hennar í efstu deild), skoraði í sjö af fyrstu átta leikjunum. Þór/KA í 3. sæti eftir átta umferðir og Sandra María markahæst með 12 mörk í níu leikjum. Tólfta markið var 101. mark hennar í efstu deild á Íslandi.

21.04.2024 Valur Þór/KA 3-1 1
27.04.2024 FH Þór/KA 0-4 4
02.05.2024 Þór/KA Þróttur R. 2-1 2
09.05.2024 Víkingur R. Þór/KA 1-2 1
14.05.2024 Þór/KA Keflavík 4-0 1
24.05.2024 Þór/KA Tindastóll 5-0 1
15.06.2024 Stjarnan Þór/KA 1-4 2

Skorar mest í maí - alltaf í september?

Við tókum til gamans saman í hvaða mánuðum Sandra María skoraði mörkin, en hafa ber í huga að misjafnlega margir leikir fara fram í hverjum mánuði, meðal annars vegna landsleikja, stórmóta og hvenær mótið byrjar og endar. Síðustu ár hefur Íslandsmótið byrjað fyrr og endað seinna en áður. Maí er góður mánuður og komu 27 af mörkunum í maímánuði. 

Mánuður/ár 2011 2012 2013 2015 2016 2017 2018 2022 2023 2024 Samtals
Apríl                 1 5 6
Maí   3 1 2 3 1 5 4 3 5 24
Júní 1 3   3 1 3 2 2 1 1 17
Júlí   6 2 4 1   4     ? 17
Ágúst   2 2 3 2 1 2   1 ? 13
Sept. 1 4 4 1 2 3 1 2 2 ? 20
Okt.                   ? 0
Samtals 2 18 9 13 9 8 14 8 8 11

100

Komin í hóp 15 knattspyrnukvenna

Morgunblaðið og mbl.is hafa sagt frá því að Sandra María sé 15. knattspyrnukonan sem skorar 100 mörk eða meira í efstu deild kvenna hér á landi. Vefmiðillinn Akureyri.net rifjaði upp eftirminnileg mörk og skoðaði leikina þegar hún skoraði fleiri en eitt mark.