Karfan er tóm.
Sandra María Jessen varð á dögunum 15. knattspyrnukonan til að skora 100 mörk í efstu deild Íslandsmótsins þegar hún skoraði fyrsta mark Þórs/KA í 4-1 útisigri á Stjörnunni í Garðabænum. Það er ekki tilviljun að við rifjum þetta afrek upp í dag, þegar 13 dagar eru liðnir frá 100. markinu. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Sandra María skoraði fyrsta markið sitt í efstu deild þann 28. júní 2011, fyrir réttum 13 árum, í 4-2 útisigri á Breiðabliki í þáverandi Pepsi-deild. Breiðablik er einmitt mótherji Söndru Maríu og liðsfélaga í Þór/KA í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í kvöld.
Við hugum að leik kvöldsins í annarri frétt frá því í morgun, en hér verður nördast smá með ýmislegt um þessi 100 mörk sem um ræðir. Yfirstandandi tímabil er tíunda tímabilið sem Sandra María skorar mörk í efstu deild. Hún missti úr heilt tímabil vegna meiðsla 2014 og spilaði erlendis frá 2019 til 2022, en gekk aftur til liðs við Þór/KA í janúar 2022 eftir dvöl hjá Bayer 04 Leverkusen í þýsku Bundesligunni.
Sandra María og Dóra Sif Sigtryggsdóttir, formaður stjórnar Þórs/KA. Sandra María fékk afhentan blómvönd frá félaginu fyrir leik í Bestu deildinni á dögunum. Mynd: Þórir Tryggva.
Til fróðleiks og til að auðvelda lesendum að fletta upp leikjum og mótum á mótavef KSÍ birtum við hér að neðan lista yfir alla leiki þar sem Sandra María skoraði þessi hundrað mörk, með dagsetningum, mótherjum og hve mörg mörk hún skoraði í hverjum leik. Allar upplýsingar eru fengnar úr mótakerfi KSÍ á ksi.is. Mögulega er betra að skoða töflurnar í fréttinni í tölvu en síma.
Pepsi-deildin 2011: 15 leikir, 2 mörk, skoraði í tveimur leikjum. Þór/KA í 4. sæti, Stjarnan Íslandsmeistari, Ashley Bares úr Stjörnunni markadrottning með 21 mark, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Berglind Björg Þorvaldsóttir með 14. Manya Janine Makoski markahæst í Þór/KA með 13 mörk. |
||||
28.06.2011 | Breiðablik | Þór/KA | 2-4 | 1 |
10.09.2011 | Þór/KA | KR | 4-0 | 1 |
Pepsi-deildin 2012: 18 leikir, 18 mörk, skoraði í 12 leikjum, ein þrenna og fjórar tvennur. Þór/KA Íslandsmeistari, Sandra María og Elín Metta Jensen jafnar í markaskorun með 18 mörk. Elín Metta fékk gullskóinn og Sandra María silfurskóinn þar sem Sandra María spilaði fleiri mínútur. Þriðja markahæst var Harpa Þorsteinsdóttir með 17 mörk. |
||||
13.05.2012 | Þór/KA | Stjarnan | 3-1 | 1 |
23.05.2012 | Þór/KA | Valur | 1-1 | 1 |
28.05.2012 | FH | Þór/KA | 1-4 | 1 |
04.06.2012 | Þór/KA | Breiðablik | 2-0 | 1 |
10.06.2012 | Afturelding | Þór/KA | 0-4 | 2 |
03.07.2012 | Selfoss | Þór/KA | 2-6 | 2 |
10.07.2012 | Þór/KA | Fylkir | 4-0 | 2 |
18.07.2012 | Stjarnan | Þór/KA | 1-2 | 1 |
23.07.2012 | Þór/KA | KR | 2-1 | 1 |
09.08.2012 | Þór/KA | FH | 6-0 | 2 |
04.09.2012 | Þór/KA | Selfoss | 9-0 | 3 |
08.09.2012 | Fylkir | Þór/KA | 1-2 | 1 |
Pepsi-deildin 2013: 14 leikir, 9 mörk, skoraði í fimm leikjum, þar af fjórum sinnum tvö mörk í leik. Þór/KA í 4. sæti, Stjarnan Íslandsmeistari. Harpa Þorsteinsdóttir markadrottning með 28 mörk, Elín Metta Jensen 17 og Danka Podovac 16. | ||||
18.05.2013 | HK/Víkingur | Þór/KA | 1-4 | 1 |
01.07.2013 | ÍBV | Þór/KA | 3-2 | 2 |
13.08.2013 | Þór/KA | HK/Víkingur | 3-1 | 2 |
11.09.2013 | Breiðablik | Þór/KA | 1-5 | 2 |
14.09.2013 | Þór/KA | ÍBV | 3-1 | 2 |
Pepsi-deildin 2014: Spilaði ekkert í Pepsi-deildinni vegna meiðsla sem hún varð fyrir í leik í Lengjubikarnum í marsmánuði 2014. | ||||
Pepsi-deildin 2015: 18 leikir, 13 mörk, skoraði í 11 leikjum, tvær tvennur. Þór/KA í 4. sæti, Breiðablik Íslandsmeistari. Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik) markadrottning með 15 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) 13 og Klara Lindberg með 13 mörk fyrir Þór/KA. | ||||
19.05.2015 | Þróttur R. | Þór/KA | 0-3 | 1 |
28.05.2015 | Þór/KA | Afturelding | 5-2 | 1 |
01.06.2015 | KR | Þór/KA | 2-4 | 2 |
09.06.2015 | Þór/KA | Fylkir | 1-1 | 1 |
12.07.2015 | ÍBV | Þór/KA | 3-1 | 1 |
17.07.2015 | Þór/KA | Valur | 5-0 | 1 |
21.07.2015 | Þór/KA | Þróttur R. | 5-1 | 1 |
26.07.2015 | Afturelding | Þór/KA | 1-5 | 1 |
11.08.2015 | Þór/KA | KR | 2-0 | 2 |
16.08.2015 | Fylkir | Þór/KA | 1-4 | 1 |
01.09.2015 | Valur | Þór/KA | 0-4 | 1 |
Pepsi-deildin 2016: 18 leikir, 9 mörk, skoraði í sjö leikjum, eina þrennu. Þór/KA í 4. sæti, Stjarnan Íslandsmeistari. Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan) markadrottning með 20 mörk, Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur) 14, Cloé Lacasse (ÍBV) 13 mörk. Sandra spilaði með Bayer 04 Leverkusen á lánssamningi í upphafi árs. |
||||
18.05.2016 | Þór/KA | ÍA | 4-0 | 3 |
25.06.2016 | FH | Þór/KA | 0-4 | 1 |
13.07.2016 | Fylkir | Þór/KA | 0-2 | 1 |
24.08.2016 | KR | Þór/KA | 0-1 | 1 |
31.08.2016 | Þór/KA | FH | 3-2 | 1 |
06.09.2016 | Þór/KA | Valur | 4-0 | 1 |
24.09.2016 | Þór/KA | Fylkir | 6-0 | 1 |
Pepsi-deildin 2017: 15 leikir, 8 mörk, skoraði í sex leikjum, eina þrennu. Þór/KA Íslandsmeistarar. Stephany Mayor markadrottning með 19 mörk fyrir Þór/KA, Elín Metta Jensen (Valur) önnur með 16 mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) 15 mörk. Sandra María var valin besti leikmaður deildarinnar í kosningu leikmanna. |
||||
25.05.2017 | Þór/KA | ÍBV | 3-1 | 1 |
16.06.2017 | Þór/KA | Grindavík | 5-0 | 3 |
10.08.2017 | Þór/KA | Fylkir | 3-3 | 1 |
04.09.2017 | Þór/KA | Stjarnan | 3-0 | 1 |
23.09.2017 | Grindavík | Þór/KA | 3-2 | 1 |
28.09.2017 | Þór/KA | FH | 2-0 | 1 |
Pepsi-deildin 2018: 18 leikir, 14 mörk, skoraði í tíu leikjum, eina þrennu og tvær tvennur. Þór/KA í 2. sæti, Breiðablik Íslandsmeistari. Berglind Björg Þorvaldsóttir (Breiðablik) markadrottning með 19 mörk, Stephany Mayor með 15 mörk fyrir Þór/KA og Sandra María í 3. sæti með 14 mörk. |
||||
05.05.2018 | Grindavík | Þór/KA | 0-5 | 3 |
09.05.2018 | Þór/KA | HK/Víkingur | 3-0 | 1 |
13.05.2018 | ÍBV | Þór/KA | 1-2 | 1 |
24.06.2018 | Þór/KA | Breiðablik | 2-0 | 2 |
10.07.2018 | Þór/KA | Stjarnan | 3-1 | 1 |
17.07.2018 | Þór/KA | Grindavík | 5-0 | 2 |
22.07.2018 | HK/Víkingur | Þór/KA | 2-5 | 1 |
17.08.2018 | Þór/KA | FH | 9-1 | 1 |
25.08.2018 | Þór/KA | Selfoss | 2-0 | 1 |
17.09.2018 | Þór/KA | Valur | 4-1 | 1 |
Besta deildin 2022: 18 leikir, 8 mörk, skoraði í sex leikjum, tvær tvennur. Þór/KA í 7. sæti, Valur Íslandsmeistari. Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) markadrottning með 11 mörk og þrjár jafnar með níu mörk, þær Daniell Julia Marcano (Þróttur), Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan) og Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan). |
||||
03.05.2022 | Þór/KA | Valur | 2-1 | 1 |
08.05.2022 | Afturelding | Þór/KA | 1-2 | 1 |
23.05.2022 | ÍBV | Þór/KA | 5-4 | 2 |
01.06.2022 | Þór/KA | Keflavík | 3-2 | 1 |
14.06.2022 | Þór/KA | KR | 3-3 | 1 |
14.09.2022 | Þór/KA | ÍBV | 3-3 | 2 |
Besta deildin 2023 : 19 leikir, 8 mörk (14/6 í deildinni, 5/2 í efri hlutanum), skoraði í átta leikjum. Þór/KA í 5. sæti, Valur Íslandsmeistari. Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) markadrottning með 14 mörk, Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) 10 mörk og Sandra María í 3. sæti með átta mörk. Leikjum fjölgað úr 18 í 23 hjá liðum í efri hlutanum. |
||||
26.04.2023 | Stjarnan | Þór/KA | 0-1 | 1 |
01.05.2023 | Þór/KA | Keflavík | 1-2 | 1 |
07.05.2023 | ÍBV | Þór/KA | 0-1 | 1 |
15.05.2023 | Þór/KA | Breiðablik | 2-0 | 1 |
11.06.2023 | Þór/KA | Selfoss | 3-0 | 1 |
07.08.2023 | Breiðablik | Þór/KA | 4-2 | 1 |
13.09.2023 | Þór/KA | Breiðablik | 3-2 | 1 |
17.09.2023 | Þróttur R. | Þór/KA | 0-2 | 1 |
Besta deildin 2024: 9 leikir, 11 mörk (fyrstu 8 umferðirnar, skoraði tvisvar á móti Stjörnunni, seinna markið var 101. mark hennar í efstu deild), skoraði í sjö af fyrstu átta leikjunum. Þór/KA í 3. sæti eftir átta umferðir og Sandra María markahæst með 12 mörk í níu leikjum. Tólfta markið var 101. mark hennar í efstu deild á Íslandi. |
||||
21.04.2024 | Valur | Þór/KA | 3-1 | 1 |
27.04.2024 | FH | Þór/KA | 0-4 | 4 |
02.05.2024 | Þór/KA | Þróttur R. | 2-1 | 2 |
09.05.2024 | Víkingur R. | Þór/KA | 1-2 | 1 |
14.05.2024 | Þór/KA | Keflavík | 4-0 | 1 |
24.05.2024 | Þór/KA | Tindastóll | 5-0 | 1 |
15.06.2024 | Stjarnan | Þór/KA | 1-4 | 2 |
Við tókum til gamans saman í hvaða mánuðum Sandra María skoraði mörkin, en hafa ber í huga að misjafnlega margir leikir fara fram í hverjum mánuði, meðal annars vegna landsleikja, stórmóta og hvenær mótið byrjar og endar. Síðustu ár hefur Íslandsmótið byrjað fyrr og endað seinna en áður. Maí er góður mánuður og komu 27 af mörkunum í maímánuði.
Mánuður/ár | 2011 | 2012 | 2013 | 2015 | 2016 | 2017 | 2018 | 2022 | 2023 | 2024 | Samtals |
Apríl | 1 | 5 | 6 | ||||||||
Maí | 3 | 1 | 2 | 3 | 1 | 5 | 4 | 3 | 5 | 24 | |
Júní | 1 | 3 | 3 | 1 | 3 | 2 | 2 | 1 | 1 | 17 | |
Júlí | 6 | 2 | 4 | 1 | 4 | ? | 17 | ||||
Ágúst | 2 | 2 | 3 | 2 | 1 | 2 | 1 | ? | 13 | ||
Sept. | 1 | 4 | 4 | 1 | 2 | 3 | 1 | 2 | 2 | ? | 20 |
Okt. | ? | 0 | |||||||||
Samtals | 2 | 18 | 9 | 13 | 9 | 8 | 14 | 8 | 8 | 11 |
100 |
Morgunblaðið og mbl.is hafa sagt frá því að Sandra María sé 15. knattspyrnukonan sem skorar 100 mörk eða meira í efstu deild kvenna hér á landi. Vefmiðillinn Akureyri.net rifjaði upp eftirminnileg mörk og skoðaði leikina þegar hún skoraði fleiri en eitt mark.