Karfan er tóm.
Ísland mætir gestgjöfunum í Litháen í lokaleik sínum í undanriðli EM 2023 í dag kl. 9.
Okkar stelpur, þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir, hafa verið í byrjunarliðinu í báðum leikjunum til þessa, spiluðu allan leikinn gegn Liechtenstein og rúmar 70 mínútur gegn Færeyjum.
Jakobína er í byrjunarliðinu í dag, en Ísfold Marý er varamaður.
Íslenska liðið hefur reyndar nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum með sigrum í tveimur fyrstu leikjunum, en aðeins sigurlið riðilsins fer áfram í næstu umferð undankeppninnar. Ísland er með sex stig fyrir lokaumferðina, Færeyjar þrjú stig, en Litháen og Liechtenstein eru bæði með eitt stig eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli í 2. umferðinni. Þar sem íslenska liðið vann það færeyska myndi það ekki duga Færeyingum að sigra Liechtenstein í dag, jafnvel þótt Ísland myndi tapa fyrir Litháen. Ísland er með innbyrðis sigur gegn Færeyjum, auk þess sem allar líkur eru á að liðið endi með betri markatölu en þær færeysku.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið og úrslit leikja á vef KSÍ.
Sjö lið úr B-deild, sigurvegarar í riðlunum, fara áfram í 2. stig undankeppninnar sem fram fer í vor, liðin færast upp í A-deild og mæta þar liðum úr A-deildinni. Alls spila 28 lið í sjö riðlum í A-deildinni á næsta stigi og komast einungis sigurlið riðlanna áfram í lokakeppnina, ásamt gestgjöfunum frá Belgíu.
Leikurinn verður í beinu streymi á YouTube: