Karfan er tóm.
Keppni í Lengjubikarnum er að hefjast og fyrsti leikur hjá okkar liði á dagskrá í Boganum á sunnudaginn kl. 17 þegar við tökum á móti liði Tindastóls. Lokaleikur Þórs/KA í riðli 1 er gegn Val í Boganum 9. mars, en að því búnu heldur hópurinn út fyrir landsteinana í æfingaferð. Undanúrslit og úrslit Lengjubikarsins eru á dagskrá 21. og 28. mars.
Eins og ávallt skiptir máli fyrir stelpurnar okkar að fá fólk í Bogann til að styðja þær og hvetja. Stuðningsfólk er því hvatt til að fjölmenna í Bogann og taka þannig þátt í því verkefni með leikmönnum og þjálfurum að vera áfram með lið í baráttunni í fremstu röð á landinu.
Leikir liðsins í Lengjubikarnum: