Lengjubikar: Úrslitaleikur á Kópavogsvelli

Þór/KA sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll í úrslitaleik A-deildar Lengjubikarsins á morgun, föstudaginn 28. mars, og hefst leikurinn kl. 18. 

Hér er auðvitað á ferðinni stærsti leikurinn hingað til á yfirstandandi tímabili, bikar og verðlaunafé í boði og bæði liðin vilja að sjálfsögðu fara alla leið og lyfta bikarnum í leikslok. Bæði liðin unnu sinn riðil í Lengjubikarnum og unnu undanúrslitaleikina, Þór/KA gegn Stjörnunni og Breiðablik gegn Val.

Ástæða er til að hvetja Akureyringa og annað stuðningsfólk okkar á suðvesturhorninu til að mæta á Kópavogsvöll á morgun og styðja stelpurnar. 

Leið Þórs/KA í úrslitaleikinn

  • Riðill 1
  • Þór/KA - Tindastóll 9-0
  • Þróttur - Þór/KA 2-1
  • Þór/KA - Fram 5-1
  • Þór/KA - Valur 2-0
  • Fylkir - Þór/KA 0-5

  • Undanúrslit: Þór/KA - Stjarnan 1-1 (4-2 í vítaspyrnukeppni

Leið Breiðabliks í úrslitaleikinn

  • Riðill 2
  • FH - Breiðablik 2-4
  • Keflavík - Breiðablik 0-2
  • Breiðablik - Stjarnan 5-1
  • Breiðablik - Víkingur 2-0
  • FHL - Breiðablik 0-7

  • Undanúrslit: Breiðablik - Valur 2-1