Karfan er tóm.
Þór/KA vann FH í A-deild Lengjubikarsins í dag og hefur tryggt sér efsta sæti riðilsins og heimaleik í undanúrslitum.
Margrét Árnadóttir náði forystunni fyrir Þór/KA eftir um hálftímaleik. Eins marks forysta í leikhléi. FH-ingar jöfnuðu þegar um 20 mínútur voru eftir, en níu mínútum síðar skoraði Sandra María Jessen annað mark Þórs/KA.
FH - Þór/KA 1-2 (0-1)
Þetta var fjórði sigur liðsins í fjórum leikjum í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins. Þór/KA er því með 12 stig í efsta sæti riðilsins og hefur tryggt sér sigur í riðlinum þó enn sé ein umferð eftir. Stjarnan hefur sjö stig og FH sex.
Þór/KA mætir Stjörnunni í lokaleik liðsins í riðlinum laugardaginn 16. mars. Víkingur mætir FH og Þróttur mætir ÍBV.
Með sigri í riðlinum er ljóst að Þór/KA fær heimaleik í undanúrslitum gegn liðinu sem endar í 2. sæti riðils 1. Þar eru Valur og Breiðablik jöfn með 12 stig, en þessi lið mætast næsta fimmtudag. Val nægir jafntefli til að vinna riðilinn.
Undanúrslitin eru áformuð laugardaginn 23. mars.