Þór/KA vann Tindastól örugglega í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum þetta árið. Fimm mörk í fyrri hálfleik, fjögur í þeim seinni og niðurstaðan 9-0 sigur. Margrét Árnadóttir og Sandra María Jessen skoruðu báðar þrennu í leiknum.
Þór/KA - Tindastóll 9-0 (5-0)
- 1-0 - Karen María Sigurgeirsdóttir (3'). Stoðsending: Sonja Björg Sigurðardóttir.
- 2-0 - Hulda Ósk Jónsdóttir (7'). Stoðsending: Bríet Jóhannsdóttir.
- 3-0 - Sonja Björg Sigurðardóttir (16'). Stoðsending: Bríet Jóhannsdóttir.
- 4-0 - Margrét Árnadóttir (41'). Stoðsending: Sandra María Jessen.
- 5-0 - Sandra María Jesssen (45'). Stoðsending: Karen María Sigurgeirsdóttir.
- - -
- 6-0 - Margrét Árnadóttir (48'). Stoðsending: Sonja Björg Sigurðardóttir.
- 7-0 - Sandra María Jessen (52'). Stoðsending: Hulda Björg Hannesdóttir.
- 8-0 - Margrét Árnadóttir (59'). Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir.
- 9-0 - Sandra María Jessen (89'). Stoðsending: Júlía Margrét Sveinsdóttir.
- Leikskýrslan
- A-deild Lengjubikarsins - riðill 1
Tölur og fróðleikur
- 1 - Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir spilaði sinn fyrsta formlega leik í meistaraflokki þegar hún kom inn á í seinni hálfleik.
- 2 - Bríet Jóhannsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir áttu báðar tvær stoðsendingar í leiknum, Sonja Björg að auki með mark.
- 3 - Þrennur dagsins urðu tvær þegar upp var staðið og eftir að þrjár úr liðinu höfðu skorað þrjú fyrstu mörkin skiptust þær Margrét Árnadóttir og Sandra María Jessen á að skora og lönduðu báðar þrennu þegar upp var staðið. Sandra María átti að auki stoðsendingu í einu marka Margrétar.
- 50 - Amalía Árnadóttir spilaði sinn 50. leik fyrir Þór/KA, en hún á einnig leiki fyrir Hamrana og Völsung.
- 180 - Margrét Árnadóttir var að spila sinn 180. leik fyrir Þór/KA og eru þá taldir KSÍ leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni, deildabikar, meistarakeppni og Evrópukeppni. Hún notaði tækifærið og skoraði þrennu.

Næsti leikur
Þór/KA sækir Þrótt heim í Laugardalinn í næsta leik liðsins í Lengjubikarnum, laugardaginn 15. febrúar kl. 15.
