Karfan er tóm.
Á morgun, miðvikudaginn 27. apríl, hefjum við leik á Íslandsmótinu, Bestu deildinni, og því ekki seinna vænna að líta yfir hópinn. Við byrjum á einfaldri nafnakynningu, númeri, stöðu og aldri.
Við munum kynna leikmenn eftir ýmsum leiðum, með nýjum myndum, spurningalistum og fleiru á næstunni hér á vefnum og á samfélagsmiðlum. Hér er fyrsta skrefið, listi yfir leikmenn sem eru í meistaraflokkshópnum og/eða æfa reglulega með meistaraflokki, listi yfir komnar og farnar ásamt fleiru.
Sennilega hafa aldrei jafn margir leikmenn verið á samningi hjá félaginu og nú.
1 - Harpa Jóhannsdóttir, markvörður 1998
2 - Angela Mary Helgadóttir, varnarmaður, 2006
4 - Arna Eiríksdóttir, varnarmaður, 2002
5 - Steingerður Snorradóttir, varnarmaður, 2005
6 - Unnur Stefánsdóttir, miðjumaður, 2004
7 - Margrét Árnadóttir, sóknarmaður, 1999
8 - Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, miðjumaður, 2000
9 - Saga Líf Sigurðardóttir, miðjumaður, 1999
10 - Sandra María Jessen, sóknarmaður, 1995
14 - Tiffany McCarty, sóknarmaður, 1990
15 - Hulda Ósk Jónsdóttir, sóknarmaður, 1997
16 - Jakobína Hjörvarsdóttir, varnarmaður, 2004
18 - Rakel Sjöfn Stefánsdóttir, sóknarmaður, 2000
19 - Agnes Birta Stefánsdóttir, miðjumaður, 1997
20 - Arna Kristinsdóttir, varnarmaður, 2000
21 - Krista Dís Kristinsdóttir, sóknarmaður, 2006
22 - Hulda Karen Ingvarsdóttir, varnarmaður, 2001
23 - Iðunn Rán Gunnarsdóttir, varnarmaður, 2006
24 - Hulda Björg Hannesdóttir, varnarmaður, 2000
25 - Sara Mjöll Jóhannsdóttir, markvörður, 1998
26 - Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, sóknarmaður, 2004
27 - Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, miðjumaður, 2005
28 - Andrea Mist Pálsdóttir, miðjumaður, 1998
44 - Vigdís Edda Friðriksdóttir, sóknarmaður, 1999
Auk þessara 23ja leikmanna hafa þær Amalía Árnadóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir og Una Móeiður Hlynsdóttir undirritað leikmannasamninga við félagið, en hafa verið lánaðar til Völsungs.
Fyrirliðar eru þær Hulda Björg, Harpa og Margrét.
Eins og gengur og gerist hafa orðið breytingar á leikmannahópnum frá því í fyrra. Leikmenn hafa leitað á önnur mið og aðrar komið í staðinn, auk þess sem ungar heimastelpur stíga upp og láta til sín taka.
Komnar
Arna Eiríksdóttir frá Val (lán)
Brooke Lampe frá Bandaríkjunum, farin aftur.
Unnur Stefánsdóttir frá Grindavík
Sandra María Jessen frá Bayer 04 Leverkusen
Tiffany McCarty frá Breiðabliki
Andrea Mist Pálsdóttir frá Växjö DFF
Vigdís Edda Friðriksdóttir frá Breiðabliki
Farnar
Karen María Sigurgeirsdóttir í Breiðablik
Arna Sif Ásgrímsdóttir í Val
Colleen Kennedy í FH
Shaina Ashouri í FH
Auk þeirra fóru María Catharina Ólafsdóttir Gros, Miranda Smith og Sandra Nabweteme frá félaginu á miðju tímabili 2021.