Karfan er tóm.
Loksins! Það er komið að síðasta heimaleiknum okkar í sumar, mætum liði Stjörnunnar í Boganum í dag, mánudaginn 26. september, kl. 17:30. Frítt inn.
Vakin er athygli á að þar sem veita þarf undanþágu til að spila í Boganum gilda strangari reglur en fólk er vant á leikjum í Boganum.
Áhorfendum er óheimilt að fara inn á vallarsvæðið, sem og á svæðin aftan við mörkin. Áhorfendur mega ekki sitja eða liggja á grasinu við kaðal sem afmarkar vallarsvæðið.
Eingöngu leikmönnum, dómurum og starfsfólki liðanna er heimilt að fara í göngin sem liggja á milli búningsklefa og Bogans. Áhorfendur geta gengið inn um aðaldyr Bogans, en einnig er hægt að fara að austurendanum og ganga inn þar.
Áhorfendum sem þurfa að komast á salerni á meðan á leik stendur er bent á að fara út um aðaldyrnar og svo inn í Hamar - ekki um undirgöngin.
Þegar liðin ganga til leiks, sem og til og frá búningsklefum í leikhléi verður umferð áhorfenda við aðaldyrnar stöðvuð rétt á meðan.