Karfan er tóm.
Í dag kl. 16:30 spilar Þór/KA lokaleik sinn í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins þegar Selfyssingar koma norður.
Þór/KA hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í riðlinum og er með níu stig eins og Valur. Þróttur hefur þegar tryggt sér efsta sætið í riðlinum, hefur unnið alla leikina, en Valur er sem stendur í 2. sætinu með hagstæðari markatölu en Þór/KA.
Tvö efstu liðin úr hvorum riðli fara áfram í undanúrslit keppninnar. Í riðli 2 hafa Stjarnan og Breiðablik þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum.
Mótið á vef KSÍ.
Félagið hvetur stuðningsfólk til að mæta í Bogann og styðja stelpurnar okkar til sigurs. Aðgangur kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna.
Fyrir þau sem ekki komast á leikinn er einnig hægt að fylgjast með streymi á Þór TV, kostar einnig 1.000 krónur.