Karfan er tóm.
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U18 landsliðsins, og Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U15 landsliðsins, hafa nýlega valið leikmannahópa til þátttöku í verkefnum liðanna á næstunni.
Þór/KA á fimm fulltrúa í þessum hópum. U18 landsliðið leikur tvo æfingaleiki við Svía hér á landi og U15 landsliðið heldur utan til Portúgals til þátttöku í UEFA Development Tournament.
Þrjár úr 3. flokki Þórs/KA eru á leið til Portúgals síðar í vikunni með U15 landsliði Íslands.
Það eru þær Aníta Ingvarsdóttir, Bríet Kolbrún Hinriksdóttir og Ragnheiður Sara Steindórsdóttir sem hafa verið valdar í 20 manna hóp sem tekur þátt í UEFA Development Tournament sem fram fer í Lissabon dagana 17.-23. nóvember. Liðið kemur saman til tveggja æfinga hér á landi áður en haldið er utan.
Magnús Örn Helgason er þjálfari U15 landsliðsins og hafa æfingahópar sem hann hefur valið komið saman í ágúst, september og október. Nú hafa 20 stelpur verið valdar til að taka þátt fyrir Íslands hönd í þessu UEFA móti, þar af áðurnefndar þrjár frá Þór/KA.
Tvær enn frá Þór/KA voru í æfingahópi fyrr í haust, þær Karen Hulda Hrafnsdóttir og Móeiður Alma Gísladóttir.
Við munum fylgjast með þessu móti og koma á framfæri upplýsingum ef um beinar útsendingar verður að ræða frá leikjum Íslands.
Nánar í frétt á vef KSÍ.
Þær Amalía Árnadóttir og Angela Mary Helgadóttir hafa verið valdar í hóp sem tekur þátt í æfingum og leikjum gegn Svíum í lok mánaðarins. Hópurinn kemur saman til æfinga helgina 25.-26. nóvember og þriðjudaginn 28. nóvember. Liðið mætir Svíum í tveimur æfingaleikjum sem fram fara 29. nóvember og 1. desember í Miðgarði í Garðabæ.