Karfan er tóm.
Krista Dís Kristinsdóttir skoraði þriðja mark Íslands í sigri á Sviss, með sinni fyrstu snertingu, innan við mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður.
Krista Dís kom inn á sem varamaður í stöðunni 2-1, þegar rétt um 81 mínúta var liðin af leiknum. Svisslendingar áttu þá innkast, upp úr því kom hornspryna.
Eftir hornspyrnuna vann íslenska liðið boltann sem barst út á hægri kant á Emelíu Óskarsdóttur. Hún brunaði upp kantinn og komst fram fyrir varnarmenn Svisslendinga. Emelía átti skot að marki sem markvörðuinn varði, en Krista Dís, sem hafði fylgt á fullri ferð frá eigin markteig í sóknina var vel með á nótunum og hirti frákastið og skoraði.
Þetta var fyrsta snerting Kristu Dísar í leiknum - leikklukkan sýndi 80:44 þegar hún kom inn á völlinn og 81:50 þegar hún skoraði.
Angela Mary Helgadóttir var í byrjunarliði Íslands í leiknum.
Island vann leikinn, 4-1.
Upptaka af leiknum - hér.
Leikskýrslan á vef KSÍ - hér
Krista Dís Kristinsdóttir í leik í Boganum. Mynd: Þórir Tryggva